Ólafur Egill og Ester Talía selja slotið

Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey.
Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Egill Egilsson og Eshter Talía Casey hafa sett glæsilega íbúð sína í hjarta Reykjavíkur á sölu. Eldhúsið í íbúðinni er guðdómlega fallegt með hvítri sprautulakkaðri innréttingu, eikarborðplötu, kósíhorni og frístandandi eyju. 

Íbúðin er 128 fm að stærð en húsið sjálft var byggt 1922. Rósettur, gólflistar, fallegt gólf og mikil lofthæð einkenna íbúðina. 

Leikarahjónin hafa smekk fyrir listmunum og fallegu umhverfi eins og sést á íbúðinni. Stólar Daníels Magnússonar prýða eldhúsið og á veggjunum eru listaverk eftir nokkra af frægustu listamönnum þjóðarinnar eins og Karl Kvaran. 

Af fasteignavef mbl.is: Bergstaðastræti 14

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda