Ólafur Egill Egilsson og Eshter Talía Casey hafa sett glæsilega íbúð sína í hjarta Reykjavíkur á sölu. Eldhúsið í íbúðinni er guðdómlega fallegt með hvítri sprautulakkaðri innréttingu, eikarborðplötu, kósíhorni og frístandandi eyju.
Íbúðin er 128 fm að stærð en húsið sjálft var byggt 1922. Rósettur, gólflistar, fallegt gólf og mikil lofthæð einkenna íbúðina.
Leikarahjónin hafa smekk fyrir listmunum og fallegu umhverfi eins og sést á íbúðinni. Stólar Daníels Magnússonar prýða eldhúsið og á veggjunum eru listaverk eftir nokkra af frægustu listamönnum þjóðarinnar eins og Karl Kvaran.