Hvers vegna viltu dýrt heimili?

Halla Bára Gestsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi Home and Delicious.
Halla Bára Gestsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi Home and Delicious. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Halla Bára Gestsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi Home and Delicious, veltir fjárhag og heimilum fyrir sér í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Þessi myndir eru af heimili sænsks ljósmyndara.
Þessi myndir eru af heimili sænsks ljósmyndara.

 

Hvernig getur þú látið heimilið þitt líta dýrt út?

Þessi spurning sló mig nýlega þegar ég var að fara í gegnum tölvupóst sem ég fæ, sem sýnir nýjar greinar inni á hinum ýmsu síðum sem ég rúlla stundum í gegnum. Af hverju ætti ég að vilja láta heimilið mitt líta dýrt út eða dýrar út en það gerir í raun? Mér finnst þetta ótrúlegar vangaveltur sem snúast um það að láta heimilið vera annað er það er. Fallegt heimili hefur nefnilega ekkert að gera með fjárhag. Hlýlegt og innilegt ekki heldur.

Heimilið á að segja sögu okkar og alls staðar þar sem reynt er of mikið til að allt líti sem dýrast út, það er ekki heimili sem er að virka eins og það á að gera. Þar er verið að skapa ímynd sem er ekki raunveruleiki heldur draumur um eitthvað annað líf. Þar sem sótt er í það sem á að vera „æðislegra“ en það sem er.

Grunnhugmyndin um heimilið er hefðbundin. Það eru ákveðnir hlutir sem heimilið sinnir – sem er daglegt líf, og svo miklu meira. Það ætti því frekar að vera áhugavert og spennandi að vinna í því að uppfæra þetta hefðbundna, þ.e. uppfæra umhverfið sem sinnir hefðbundna hlutverkinu sem fylgir daglegu lífi! Þannig að þetta umhverfi sé stöðugt í stakk búið að þróast, taka á sig breytingar og mótast eftir þörfum þeirra sem þar búa. Þannig skapast persónuleg og afslöppuð umgjörð utan um okkur, alls óháð fjárhag, sem segir sögu heimilisfólksins og er sannarlega dýrmætust.

Fylgið mér á síðunni minni www.homeanddelicious.is og lesið þar tengt efni. 

HÉR er hægt að skoða heimilið í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda