Sófinn kostar á við einbýlishús

Jennifer Aniston er með dýran smekk.
Jennifer Aniston er með dýran smekk. AFP

Rétt áður en að Jennifer Aniston og Justin Theroux tilkynntu skilnað sinn birtist innlit í húsið sem þau giftu sig í Architectural Digest. Húsið er afar fallegt og er Ansiton greinilega með dýran smekk ef marka má húsgögnin í húsinu. 

Aniston sagði í viðtali sem fylgdi innlitinu að ef hún væri ekki leikkona væri hún hönnuður. Heimilið þarf að vera flott en líka þægilegt að hennar mati og nefnir hún gamlan hvítan Jean Royère Polar Bear-sófa í stofunni sem dæmi. 

Sófategundin er vinsæl á uppboðum og samkvæmt Time.com hafa sófar eins og Anston á frá Jean Royère selst fyrir háar upphæðir á uppboðum eða fyrir allt að 745 þúsund dollara eða um 75 milljónir íslenskra króna. Það er hægt að gera margt fyrir slíka upphæð, til að mynda kaupa sér raðhús eða einbýlishús. 

Spjallþáttastjarnan Ellen DeGeneres og tónlistarmaðurinn Kanye West eru einnig yfirlýstir aðdáendur sófanna frá Jean Royère. Vinsældir sófanna jukust upp úr 2000 en sófinn var hannaður árið 1947 og aðeins voru 150 eintök gerð. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda