Hvernig gluggatjöld á ég að velja?

Í hverri viku berast spurningar frá lesendum Smartlands sem vantar ráð varðandi heimili sitt. Hér kemur spurning frá konu sem er týnd í frumskógi gluggatjaldanna og veit ekki hvað hún á að velja. Farðu inn á Smartland-heimili á Facebook til að sjá fleiri spurningar og svör og fá góðar hugmyndir fyrir heimilið.

Hér má sjá dökkar hörgardínur við dökkgráa n vegg. Gluggatjöldin …
Hér má sjá dökkar hörgardínur við dökkgráa n vegg. Gluggatjöldin eru aðeins dekkri en veggurinn en tónarnir passa vel saman.
Kæra Marta María.

Ég er aðeins að vesenast. Mig vantar gluggatjöld í svefnherbergið. Einhverjir myndi ráðleggja mér að láta sérsníða rúllugardínu úr myrkraefni en mig langar í meiri hlýleika. Ég er búin að mála herbergið í gráum tón sem ég er ánægð með. Hverju myndi Smartland mæla með? Hvernig gluggatjöld á ég að fá mér?

Kveðja, XX

Sæl XX.

Það er hægt að fara ýmsar leiðir þegar kemur að gluggatjöldum. Mestu máli skiptir að þú veljir þér gardínur fyrir þig og sért ekki að hugsa um hvað öðrum finnst. Hörgardínur hafa verið ákaflega vinsælar en hérlendis er hægt að fá þær til dæmis í IKEA og kosta þær ekki mjög mikið. En svo er líka hægt að fá flottar myrkragardínur í Rúmfatalagernum eða láta sérsauma þær í Vogue eða Z-brautum og gluggatjöldum. Ég myndi velja gardínur sem eru nánast í sama lit og veggurinn eða allavega í sama litatóni. Þær mega vera aðeins dekkri eða aðeins ljósari. Kannski hefði verið betra að velja lit á herbergið og gluggatjöld á sama tíma en fyrst þú ert búin að mála þá þýðir ekki að spá í því. Nema þú nennir að mála aftur!

Það að kaupa gardínur og efni og kappa til að setja í loftið er hagkvæm lausn. Hún er líka hagkvæm að því leytinu til að þú getur tekið gluggatjöldin með þér ef þú flytur. Hér eru nokkrar myndir þar sem gluggatjöld eru notuð á sjarmerandi hátt.

Gangi þér sem allra best.

Kveðja, Marta María

Farðu inn á Smartland-heimili inni á Facebook og fáðu góð ráð og fylgstu með því sem hinir eru að gera. 

Hér eru ljósar hörgardínur við brúnan vegg. Brúni liturinn er …
Hér eru ljósar hörgardínur við brúnan vegg. Brúni liturinn er að koma sterkur inn þegar málning er annars vegar.
Ljósar gardínur og ljósir veggir. Tónninn er svipaður og er …
Ljósar gardínur og ljósir veggir. Tónninn er svipaður og er heildarmyndin falleg.
Hér eru þunnar hvítar voal gardínur undir en yfir eru …
Hér eru þunnar hvítar voal gardínur undir en yfir eru þykkari gardínur sem draga úr birtu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda