Við Ásbraut í Kópavogi stendur guðdómleg 121 fm íbúð sem búið er að umturna á sjarmerandi hátt. Það sem er svo skemmtilegt, fyrir utan hvað íbúðin er opin og björt, er hvað húsgögnum er raðað upp á spennandi hátt.
Hvert atriði pródúserð út í hið óendanlega en þó á áreynslulausn hátt. Í íbúðinni eru húsgögn eftir þekkta hönnuði. Þar er til dæmis stofurborð Isamu Noguchi sem fæst í Pennanum svo eitthvað sé nefnt. Við borðið er Eames-stóllinn og við borðstofuborðið eru Eames-stólar í bland við Sjöur Arne Jacobsen. Í stofunni er líka Fuzzy kollurinn eftir Sigurð Má Helgason.
Inni í eldhúsi er falleg innrétting frá IKEA. Innréttingin er úr eik með svartri borðplötu, svörtum vask og svörtum blöndunartækjum. Við innréttinguna eru hvítar flísar sem skapa ákaflega góða stemningu.
Eins og sjá má á myndunum er afar smekkleg íbúð hér á ferð.