HM höll Rögnu Lóu komin á sölu

Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Ragna Lóa Stefánsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Viltu taka HM í fótbolta með stæl án þess að þurfa að fara úr landi eða jafnvel ekki einu sinni út úr húsi? Ef svo er þá kaupir þú fasteign Rögnu Lóu Stefánsdóttur íþróttakonu en hún er sérsniðin fyrir fótboltaáhugafólk. Í húsinu er risasjónvarpsherbergi með bar og sér salerni. 

Um er að ræða 399 fm einbýli sem stendur við Lækjarás í 110 Reykjavík. Húsið var byggt 1982 og hefur verið nostrað við það á einstakan hátt. Í eldhúsinu er dökkbæsuð eikarinnrétting með steyptri borðplötu. Veggirnir eru með múrsteinsáferð sem gefur eldhúsinu meiri dýpt. Múrsteinsklæðningin nær fram í borðstofu og skapar heildarmynd og tengir saman rými hússins. 

Í stofunni er sérstakur arinn sem er hlaðinn með litríku grjóti. Hann passar vel við parketlögð gólfin sem eru gróf með sjarmerandi áferð. 

Í húsinu er sérstök hjónasvíta með stóru fataherbergi og baðherbergi. Herbergin í húsinu eru rúmgóð og björt. 

Rúsínan í pylsuendanum er HM hof hússins sem er staðsett á neðri hæð. Þar er ekki bara risatjald til að horfa á leiki heldur er bar og nóg pláss fyrir leiktæki. Það er því aldeilis hægt að gera sér glaðan dag án þess að þurfa að fara út úr húsi. 

Af fasteignavef mbl.is: Lækjarás 9

Hér má sjá HM hof hússins.
Hér má sjá HM hof hússins. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda