Eitt af glæsilegri einbýlishúsum í Reykjavík er komið á sölu en um er að ræða 456,7 fermetra hús í Skerjafirði. Fasteignamat hússins eru 240 milljónir svo það hlýtur að teljast eitt af dýrari einbýlishúsum á landinu þó svo enginn sé verðmiðinn.
Húsið sem er með fallegu útsýni var byggt árið 2009 og hannað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt. Sérstaka eftirtekt vekja sérsmíðaðar innréttingarnar en Guðbjörg Magnúsdóttir innanhússarkitekt sá um innanhúsarkitektúrinn.
Það eru þó ekki bara innréttingarnar sem vekja athygli en húsið er einstaklega vel búið fallegum listaverkum og húsgögnum. Í húsinu má meðal annars finna Eggið en hinum megin við vegginn er hægindastóllinn Eames Lounge. Í annarri stofunni er svo glæsilegt svart Le Corbusier-sófasett og flygill.