Ein frægasta húseign í heiminum er án efa franski kastalinn Vaux le Vicomte. Mörg húsnæði víða um Evrópu og í Bandaríkjunum hafa verið útfærð eftir smáatriðum sem finna má í kastalanum. Eitt dýrasta húsið í Los Angeles, Fleur de Lys Mansion, er gert í anda kastalans franska svo eitthvað sé nefnt. Vaux le Vicomte er staðsettur í Maincy í norðurhluta Frakklands 55 km suðaustur af París. Barokk er stefna sem einkenndist af miklu skrauti, en einfaldari útfærsla á barokk-stílnum hefur verið vinsæl undanfarið.
Kastalinn var byggður 1658 og tók hann þrjú ár í byggingu. Húsið er opið almenningi og er húsnæðið mikið notað undir myndatökur, fyrir brúðkaup og fleira.
Eftirfarandi hugmyndir eru vinsælar og eiga uppruna sinn í barokk-tíma og húsinu. Það sem einkennir meðal annars stílinn eru svart/hvítar flísar. Loftin eru notuð fyrir m.a. list. Listaverk eru sett í gyllta ramma og stillt þétt upp á stöðum þar sem listaverkin eiga að vera. Húsgögn eru höfð á miðju gólfi en ekki upp við vegg. Eldhúsið er svart með koparpottum. Samspil ljósra, grárra, blárra og bleikra lita eru einnig einkennandi fyrir húsið.