Langar þig í 504 fm einbýli við Ægisíðu?

Við Ægisíðu í Reykjavík stendur heillandi einbýli á nokkrum hæðum. Gott útsýni yfir til Bessastaða og út á sjó er úr húsinu. 

Húsið er 504 fm að stærð og ákaflega vandað. Parket með fiskibeinamunstri prýðir gólfin ásamt fínustu innréttingum. Grunnurinn í húsinu er góður en svo býr ákaflega smekklegt fólk í húsinu sem hefur lagt sig fram við að gera eins fallegt í kringum sig og hægt er. 

Þar eru heimsfræg húsgögn eins og sófar Borge Mogensen, svanir og egg Arne Jacobsen og málverk eftir þekkta listamenn eins og Tolla og fleiri afbragðsmálara. 

Hvert sem litið er er huggulegt um að litast eins og myndirnar sýna. 

Af fasteignavef mbl.is: Ægisíða 78 og Ægisíða 78

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál