Elísabet Gunnarsdóttir, einn af eigendum Trendnet, og Gunnar Steinn Jónsson handboltastjarna hafa sett einbýlishús sitt í Svíþjóð á sölu. Þau eru þó alveg opin fyrir því að leigja húsið í stað þess að selja það ef góður leigjandi finnst.
„Þegar við fjölskyldan fluttum aftur til Svíþjóðar fyrir rúmum tveimur árum var planið að eiga þar aðeins lengra stopp. Þess vegna réðumst við í það að kaupa okkar fyrstu eign erlendis en hingað til höfðum við leigt þau heimili sem við höfum búið í. Það hefur farið svo vel um okkur í sænsku sælunni en nú fer að líða að kveðjustund,“ sagði Elísabet í færslu á Trendnet.
Elísabet segir að garðurinn sé í miklu uppáhaldi hjá þeim þar sem hann sé mjög gróinn.
Húsið sjálft er í Kristianstad í Svíþjóð og var byggt 1917.
HÉR er hægt að skoða það nánar.