Sænska móðurskipið IKEA var rétt í þessu að vinna Red Dot-verðlaunin 2018 í flokki vöruhönnunar fyrir KUNGSBACKA-eldhúsframhliðarnar.
Þær eru þær fyrstu frá IKEA sem gerðar eru úr 100% endurunnum viði og endurunnu plasti. Endurunninn FSC® vottaður viður er notaður í hurðir og skúffuframhliðar sem eru svo klæddar með plastþynnu sem gerð er úr endurnýttum plastflöskum.
Gæðin eru fullkomlega sambærileg gæðum plastþynnu sem gerð er úr nýju efni. Þar fyrir utan er sérstaklega ánægjulegt að hafa tekist að halda verðinu lágu.
KUNGSBACKA er aðeins byrjunin. Markmiðið er að fleiri eldhúsframhliðar verði með plastþynnu úr endurunnu efni. Með því að skipta nýju efni út fyrir endurunnið drögum við úr sóun, skaðlegum útblæstri og orkunotkun.
IKEA stefnir að því að auka hlutfall endurunnins hráefnis í vörum fyrirtækisins. Einnig er verið að þróa nýjar leiðir til að endurvinna svamp, pappír, plast, vefnaðarvöru og viðartrefjar úr starfseminni.
Ítalski framleiðandinn 3B hefur framleitt fyrir IKEA síðan 1991. Þeir hafa sinnt nýsköpun vel og finna oft nýstárlegar leiðir við að gera hlutina. Þess vegna var ákveðið að vinna með þeim að þróun KUNGSBACKA.
Í einni 40x80 cm KUNGSBACKA-eldhúshurð eru 25 hálfslítra plastflöskur.
Árlega nota jarðarbúar um 100 milljarða plastflaskna, og það er aðeins fyrir hreint vatn. Hluti þeirra er endurunninn en mikill meirihluti endar í ruslinu.