Lýður í Bakkavör keypti eitt dýrasta húsið

Lýður Guðmundsson árið 2009.
Lýður Guðmundsson árið 2009. mbl.is/Kristinn

Lýður Guðmundsson, oft kenndur við Bakkavör, hefur fest kaup á Skildinganesi 44. Helga María Garðarsdóttir var skráður eigandi hússins en hún er eiginkona Ingvars Vilhjálmssonar í Kaupþingi. 

Kaupin gengu í gegn 14. september en fyrirhugað fasteignamat hússins 2019 er rúmar 250 milljónir. 

Húsið við Skildinganes 44 er 456,7 fm að stærð og hannað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt. Innréttingarnar í húsinu hafa vakið athygli en þær hannaði Guðbjörg Magnúsdóttir. Í húsinu er ekkert hvítt sprautulakkað eins og hjá venjulegu fólki heldur dökkar viðarinnréttingar, fínasti náttúrusteinn sem fyrirfinnst, speglar, glans og falin lýsing. 

Skildinganes 44 er vandað og gott hús.
Skildinganes 44 er vandað og gott hús. Ljósmynd/Fredrik
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda