Sögufræg útsýnisíbúð Brynhildar og Heimis

Brynhildur Guðjónsdóttir.
Brynhildur Guðjónsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og Heimir Sverrisson leikmyndahönnuður hafa sett sína sögufrægu útsýnishæð við Dunhaga á sölu. Húsið sjálft er eftir Sigvalda Thordarson og gættu húsráðendur þess að leyfa litapallettu hans að njóta sín. Loftið í stofunni er til dæmis í þessum fræga Sigvalda-gula lit og svo er Brynhildar-blár á hluta af íbúðinni en sá litur fæst í Slippfélaginu og heitir í höfuðið á leikkonunni. 

Íbúðin er einstaklega björt og falleg með miklu útsýni út á sjó og yfir Vesturbæ Reykjavíkur. Hún ber þess merki að þarna búi listamenn og á hver hlutur í íbúðinni sinn stað. Veggina prýða heillandi listaverk. 

Eins og fyrr segir er Heimir leikmyndahönnuður og hefur unnið við íslenskar stórmyndir og líka Hollywood-myndir. Hann vann til dæmis við mynd Baltasars Kormáks, Adrift, og líka í stórmyndunum The Secret Life of Walter Mitty og Noah. 

Óhætt er að segja að þetta sé ein áhugaverðasta íbúð Reykjavíkur í mjög víðum skilningi. Herdís Þorvaldsdóttir leikkona bjó í íbúðinni og þar var kvikmyndin 79 af stöðinni tekin upp.  

Af fasteignavef mbl.is: Dunhagi 19

Stefanía Thors, Heimir Sverrisson og Brynhildur Guðjónsdóttir.
Stefanía Thors, Heimir Sverrisson og Brynhildur Guðjónsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda