Marmari, bæsuð reykt eik og speglar...

Parketið á gólfinu kemur frá Agli Árnasyni. Húsgögnin eru flest …
Parketið á gólfinu kemur frá Agli Árnasyni. Húsgögnin eru flest sérpöntuð frá Alter London. Borðstofuborðið er frá Norr11 og stólarnir líka. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk frjálsar hendur þegar hún hannaði rúmlega 400 fm einbýlishús í Kópavogi. Húsið er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni en svo greip Hanna Stína boltann og teiknaði allar innréttingar, valdi húsgögn og bjó til heillandi umgjörð utan um íbúa hússins. Smartland fékk að koma í heimsókn. Marta María | mm@mbl.is

Stíllinn hennar Hönnu Stínu er afgerandi og þekkist handbragð hennar langar leiðir. Frá því hún útskrifaðist frá ISAD í Mílanó árið 2003 hefur hún einbeitt sér að því að fara sínar leiðir og herma ekki blint eftir næsta tískuinnanhússarkitekt.

„Ég teiknaði allar innréttingar inn í húsið frá A-Ö, valdi öll efni á gólf og veggi og raðaði húsgögnum á sinn stað. Flest húsgögnin eru sérpöntuð frá Alter London og því má segja að ég hafi gert nánast allt eða fylgt þessu verkefni frá fæðingu til útskriftar,“ segir Hanna Stína. Hún segir að það sé að færast í vöxt að fólk kaupi heildarþjónustu af henni þar sem hún býr til heildarpakka fyrir fólk. Þegar hún var nýútskrifuð var hún meira í því að hanna bara eldhús eða baðherbergi og síðan ekki söguna meir.

„Mér finnst fólk vera að biðja um meiri þjónustu, það vill fá allan pakkann. Það vill sérvalin húsgögn og aukahluti en það þekktist ekki mikið áður. Mér finnst það mjög skemmtileg og í raun miklu skemmtilegra en að hanna bara innréttingar í eitt herbergi,“ segir Hanna Stína.

Þarf alltaf að kaupa allt nýtt?

„Nei, alls ekki. Oft þarf bara nýja mottu eða eitthvert eitt nýtt húsgagn til að búa til fallegri umgjörð. Fólk er farið að treysta manni fyrir að klára þetta út í smæstu smáatriði. Það er hlutverk innanhússarkitektsins að taka heimlið á næsta stig,“ segir hún.

Hér er töfraði Hanna Stína. Takið eftir speglinum á veggnum. …
Hér er töfraði Hanna Stína. Takið eftir speglinum á veggnum. Hann er á fleka og hylur sjónvarpið sem geymt er á bak við. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Sjónvarpið er falið á bal við speglaklæddan fleka. Hér er …
Sjónvarpið er falið á bal við speglaklæddan fleka. Hér er það fyrir glugganum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Sleppa og treysta

Hanna Stína segir að íbúar hússins í Kópavogi hafi verið með opinn huga og treyst henni fyrir heimili sínu.

„Húsráðendur voru sammála um að taka þetta verkefni alla leið. Það er mikið lagt í smáatriði í húsinu og voru þau úthugsuð,“ segir hún og bendir á veggfóðrið sem er sett inn í bókaskápinn í arinstofunni og fleira í þeim dúr. Hanna Stína notaði veggfóður töluvert í húsið og veggfóðraði setustofu og hjónaherbergi, forstofu og fleira. Hún segir að veggfóðrið skapi meiri hlýleika og gefi heimilinu meiri dýpt. Auk þess leggur hún mikið upp úr lýsingu og var það Helgi í Lúmex sem hannaði hana.

Þegar Hanna Stína er spurð út í eldhúsið í þessu vandaða húsi í Kópavogi segir hún að eldhúsið sé í raun mjög einfalt en þó með þónokkrum smáatriðum sem gefa því meiri dýpt.

„Innréttingarnar eru úr tvennskonar efnivið. Annarsvegar bæsaðri reyktri eik og hinsvegar sprautulakkaðar í brábrúnum tón. Allar innréttingar í húsið voru sérsmíðaðar hjá Axis og er ég mjög ánægð með handbragð þeirra. Í eldhúsinu er einn stór skápaveggur með innbyggðum ísskápum og vinnuskápur og svo mjög stór eyja sem er miðpunktur alls. Í skápaveggnum er mikið af hirslum og því pláss fyrir allt.

Ég ákvað að hafa eyjuna með tveimur týpum af steini. Annars vegar marmara og hinsvegar kvartssteini. Ég setti marmarann barmegin því hann er viðkvæmari og hafði kvartssteininn vinnumegin því hann þolir meira álag. Ég gerði þetta bæði af praktískum ástæðum og líka til að brjóta upp eyjuna og formið á henni. Ég hafði steininn misþykkan, marmarinn er með þykkum kanti en ekki kvartssteinninn. Mér finnst það koma vel út. Loftið fyrir ofan eyjuna er tekið niður og þar er engin vifta. Það þarf ekki í svona opnum rýmum,“ segir Hanna Stína.

Eldhús og stofa eru stúkuð af með tréverki. Hanna Stína segir að fólk sé farið að vilja stúka meira af hjá sér, ekki hafa allt flæðandi í opnu rými.

„Það er hægt að fara mismunandi leiðir til að stúka af rými eða afmarka þau. Fólk vill síður að allt flæði og vill í dag meiri stúkun án þess að fara yfir í það að hafa hús samsett af endalausum herbergjum. Ég er mjög hrifin af trérimlum og glerveggjum og öðrum sniðugum lausnum sem gera eitthvað fyrir heildarmyndina,“ segir Hanna Stína.

Eldhúsið er sérlega vel heppnað eins og sést hér.
Eldhúsið er sérlega vel heppnað eins og sést hér. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Horft inn í eldhús. Hér má sjá innréttinguna í allri …
Horft inn í eldhús. Hér má sjá innréttinguna í allri sinni dýrð. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hér sést hvernig marmari og kvartssteinn er notaður á eyjuna. …
Hér sést hvernig marmari og kvartssteinn er notaður á eyjuna. Innréttingin er sérsmíðuð í Axis. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Loftið er tekið niður og er lýsingin hönnuð af Inga …
Loftið er tekið niður og er lýsingin hönnuð af Inga í Lumex. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Ekki allt flæðandi

Á heimilinu er til dæmis borðstofa og stofa stúkuð af og svo setur borðið úr Norr11 og stólarnir svip sinn á þetta rými. Ljósakrónurnar tvær frá Flos eru heldur ekkert að eyðileggja stemninguna. Á sömu hæð er arinstofa með barskáp. Hanna Stína segir að þetta rými sé fyrir foreldrana og í raun ekki sjónvarpsherbergi hússins heldur sé það á neðri hæðinni. Það var þess vegna sem hún hannaði sérstakan fleka sem er speglaklæddur til þess að geta dregið fyrir sjónvarpið þegar það er ekki í notkun.

„Mér finnst speglar vera mikið skraut element þegar þeir þeim er skipt upp og hafðir í renningum. Eins er sniðugt að speglaklæða svona fleka eins og er í þessari arinstofu. Í húsinu er svo önnur stofa þar sem ekkert sjónvarp er til staðar heldur meiri svona selsskapsstofa.“

Ertu mikið í því að fela sjónvörp bak við speglafleka?

„Nei, ég segi það nú ekki en sjónvarp er aukahlutur, ekki miðpunktur alls. Mér finnst sniðugt að hafa það bak við speglafleka eins og gert er þarna. Veggirnir í arinstofunni eru veggfóðraðir með silkistrigaveggfóðri frá Arte. Mér finnst það dempa stemninguna í rýminu. Ég nota líka þetta veggfóður í svefnherbergið,“ segir Hanna Stína. Þessi innanhússarkitekt sem kýs að fara alltaf nokkrum skrefum lengra með allt segir að fólk verði að fara að setja fókus á svefnherbergi sín. Þau eigi það til að gleymast.

„Í hjónaherbergið setti ég sérsniðinn rúmgafl á vegginn frá Alter London. Hann er þannig gerður að tekið er úr fyrir innstungum og öllu því.“

Það er óhætt að segja að strigaveggfóðrið, rúmgaflinn, lýsingin og allt það sé nokkuð vel heppnað og skapi mikinn hlýleika. Hanna Stína er hrifnæm og hnýtur stöðugt um eitthvað nýtt og spennandi. En hvað er það sem hrífur hana mest þessa dagana?

„Ég er alltaf að skoða nýjar lendur í því að klæða veggi og loft með einhverju hvort sem það er efni, leður, speglar, flísar, viður eða einhverjar aðrar áhugaverðar áferðir. Mér finnst það gera meira en að hafa bara kaldan vegg með einni mynd á. Þetta dressar heimilið upp og setur í nýjan búning. Ég er hrifin af því að nota nýjar leiðir til að nota nýja hluti – ekki bara mála veggina. Mér finnst húsgögn skipta miklu máli og hvernig þau nýta rýmið. Dýnamíkin í réttum húsgögnum getur verið ótrúleg en svo geta vitlaus húsgögn líka skemmt fyrir. En svona það sem hrífur mig alltaf er fallegur steinn, flísar og veggfóður. Ég þreytist ekki á að klæða veggina í hlý föt,“ segir hún.

Marmari og flísar með fiskibeinamunstri mætast hér.
Marmari og flísar með fiskibeinamunstri mætast hér. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hjónaherbergið er mjög hlýlegt. Á veggjunum er silkiveggfóður sem er …
Hjónaherbergið er mjög hlýlegt. Á veggjunum er silkiveggfóður sem er sérpantað og er rúmgaflinn frá Alter London. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Mikið er lagt í öll smáatriði. Hér er búið að …
Mikið er lagt í öll smáatriði. Hér er búið að veggfóðra á bak við hillurnar í hjónaherberginu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Marmarinn setur svip sinn á baðherbergið.
Marmarinn setur svip sinn á baðherbergið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Marmaraflísar prýða baðherbergið.
Marmaraflísar prýða baðherbergið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Veggfóður með fiskibeinamunstri er flott í forstofunni.
Veggfóður með fiskibeinamunstri er flott í forstofunni. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hér sést veggfóðrið og bekkurinn betur.
Hér sést veggfóðrið og bekkurinn betur. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hér er sérsmíðaður skápur.
Hér er sérsmíðaður skápur. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda