Arnar Gauti Sverrisson innanhússráðgjafi sá um að velja húsgögn inn í íbúðina og gera hana ennþá vistlegri. Um er að ræða íbúð á Hverfisgötu í Reykjavík sem var verið að byggja.
Allar innréttingar í íbúðinni eru úr svartlökkuðum eikarspón með stílhreinu gripi. Í eldhúsinu er gott skápapláss og setur eyjan svip sinn á rýmið sem er opið inn í stofu. Á borðplötunum er kvartssteinn.
Öll húsgögnin í íbúðinni eru frá Húsgagnahöllinni en Arnar Gauti valdi það sem honum fannst passa best inn í íbúðina.