Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

Hér má sjá nýju litapallettuna. Hér er búið að mála …
Hér má sjá nýju litapallettuna. Hér er búið að mála loftin svört mött. Rut segir að þetta stækki rýmið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Rut Kára­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt hef­ur verið leiðandi í hönn­un á ís­lensk­um heim­il­um síðan hún kom heim úr námi frá Ítal­íu fyr­ir meira en tveim­ur ára­tug­um. Hún not­ar sitt eigið heim­ili sem til­rauna­stofu og seg­ir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyr­ir hug­mynd­ir þegar það get­ur séð hvernig hlut­irn­ir líta út í raun og veru. Hún seg­ir líka að það að fá inn­an­húss­arki­tekt spari fólki mikla pen­inga.  

Svörtu loftin fara vel með gráum veggjum.
Svörtu loft­in fara vel með grá­um veggj­um. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son

Hvað skipt­ir mestu máli varðandi hönn­un á heim­il­um?

„Þegar farið er í stærri verk­efni inn­an­dyra er gríðarlega mik­il­vægt að fá inn fag­fólk að verk­inu. Sérþekk­ing inn­an­húss­arki­tekta snýr að því að hanna heild­ar­skipu­lag og inn­rétt­ing­ar um leið og hugað er að lýs­ingu, hljóðvist og efn­is­vali. Þeim pen­ing­um er vel varið, því ef vandað er til verka verður ekki aðeins upp­lif­un heim­il­is­fólks­ins betri held­ur skil­ar það sé vel til baka í end­ur­sölu­verði hús­næðis. Mis­tök í stór­um fram­kvæmd­um geta hins veg­ar verið mjög kostnaðar­söm og erfitt að leiðrétta þau. Þegar grunn­ur­inn er góður er svo miklu auðveld­ara að breyta til og leika sér með rýmið eft­ir því sem tím­inn líður. Ef það er til staðar er hægt að gera ótrú­lega hluti með því einu að breyta um liti, efnis­áferðir, hús­gögn og fylgi­hluti/​decorati­on,“ seg­ir hún og bend­ir á að inn­an­húss­arki­tektanám taki fjög­ur ár frá viður­kennd­um há­skól­um. 

Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son

Árðið 2002 festu Rut og eig­inmaður henn­ar kaup á húsi í Breiðholti sem hún hannaði frá grunni. Í gegn­um tíðina hef­ur oft verið fjallað um heim­ilið enda not­ar Rut það sem til­rauna­stofu. Hún seg­ir að það gangi ekki að gera alltaf það sama og það þurfi að vera ein­hver þróun. Upp á síðkastið hef­ur hún staðið í ströngu við að end­ur­hanna heim­ilið. 

„Ég er alltaf að leit­ast við að gera eitt­hvað nýtt enda eyði ég mikl­um tíma í að þróa nýj­ar út­færsl­ur og efnis­áferðir í inn­rétt­ing­um, máln­ingu og gól­f­efn­um. Ég er svo hepp­in að fá að vinna með frá­bær­um inn­rétt­inga­smiðum og öðrum iðnaðarmönn­um sem hjálpa mér að út­færa nýj­ar hug­mynd­ir, en hér á landi höf­um við inn­an­húss­arki­tekt­ar svo greiðan aðgang að frá­bær­um iðnaðarmönn­um og sér­fræðing­um hverj­um á sínu sviði. Hér er allt við hönd­ina,“ seg­ir hún og bæt­ir við: 

„Ég hef einnig brenn­andi áhuga á lit­um og lita­sam­setn­ing­um því mér finnst svo mikið hægt að gera með því einu. Auðvitað þarf allt að spila sam­an, ekki bara lit­irn­ir á veggj­um og loft­um, held­ur einnig gól­f­efn­in, inn­rétt­ing­ar, hús­gögn og fylgi­hlut­ir. Ég veit ekki hversu marg­ar litapruf­ur ég búin að gera með máln­ingu frá Sér­efn­um síðustu mánuði. Þær skipta mörg­um tug­um! Oft þarf ég að berj­ast tölu­vert fyr­ir því að koma „nýj­um“ máln­ing­ar­lit­um að hjá mín­um viðskipta­vin­um því þeir vilja oft fara „ör­ugga“ leið og mála eins og þegar hef­ur verið gert. Þetta hef­ur gert það að verk­um að ég hef málað heim­ili mitt og vinnu­stofu miklu oft­ar en ég hefði ann­ars gert bara til að geta sýnt kúnn­un­um. Þegar ég byrjaði að prófa mig áfram með gráa tóna fyr­ir 10 árum, þótti það ansi djarft og það var ekki fyrr en ég var búin að mála sjálf þannig heima hjá mér að kúnn­arn­ir mín­ir fóru að taka við sér,“ seg­ir hún. 

Rut er með vinnu­stofu heima og tek­ur á móti kúnn­un­um á heim­ili sínu. Þeir sem hafa komið heim til henn­ar ný­lega hafa rekið aug­un al­veg nýj­ar vídd­ir þegar kem­ur að notk­un á máln­ingu. 

„Síðustu til­raun­ir mín­ar hafa verið meira út í tóna eins og rúst­rauða, græna og jafn­vel karríg­ul­brúna sem mér finnst koma mjög skemmti­lega út. Þá lét ég í sum­ar mála loft­in heima hjá mér í mött­um svört­um lit. Það eru kannski ekki all­ir að kaupa þenn­an lit í fyrstu en hver veit hvað ger­ist á næstu miss­er­um. Ég er að minnsta kosti ánægð með svörtu-loft­in hjá mér. Þau skapa mikla dýpt og drama­tík og öf­ugt við það sem ég átti von á þá finnst mér þau stækka rýmið frek­ar en hitt,“ seg­ir hún. 

Per­sónu­leg heim­ili er fal­leg­ust

„Ég held að flest­ir inn­an­húss­arki­tekt­ar reyni að greina smekk og þarf­ir hvers viðskipta­vin­ar, í stað þess að reyna að steypa alla í sama mót. Ef ein­hver elsk­ar app­el­sínu­gult eða get­ur ekki unnið í opnu eld­húsi, þá tek­ur maður að sjálf­sögðu til­lit til þess og út­fær­ir það á fag­leg­an hátt. Þetta sam­starf er mjög mik­il­vægt til þess að heim­il­in verði sem per­sónu­leg­ust og upp­fyll­ir þær þarf­ir sem leit­ast er eft­ir. Um leið leið pöss­um við upp á að heim­ilið verði ekki eins og illa skreytt jóla­tré eða skál af smar­tís í öll­um regn­bog­ans lit­um,“ seg­ir hún. 

Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Stofan er hlýleg. Hér blandar Rut saman beigie-lituðum sófum og …
Stof­an er hlý­leg. Hér bland­ar Rut sam­an beigie-lituðum sóf­um og grá­um hús­gögn­um. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Á neðri hæðinni eru grá loft í stíl við veggina.
Á neðri hæðinni eru grá loft í stíl við vegg­ina. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Eggið eftir Arne Jacobsen nýtur sín vel í þessari nýju …
Eggið eft­ir Arne Jac­ob­sen nýt­ur sín vel í þess­ari nýju litap­all­ettu. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Vinnuherbergi Rutar er komið í nýjan búning. Um er að …
Vinnu­her­bergi Rut­ar er komið í nýj­an bún­ing. Um er að ræða brún­bleik­an lit sem fer vel með svörtu. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Rut hefur teiknað fjölmarga glerveggi síðustu ár. Hér er hún …
Rut hef­ur teiknað fjöl­marga gler­veggi síðustu ár. Hér er hún búin að setja glugga­tjöld fyr­ir þannig að hægt er að draga fyr­ir. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Liturinn nýtur sín vel í vinnuherberginu.
Lit­ur­inn nýt­ur sín vel í vinnu­her­berg­inu. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Í vinnuherberginu eru hillur sem rúma það sem Rut er …
Í vinnu­her­berg­inu eru hill­ur sem rúma það sem Rut er að fást við. Ein­hvers staðar þarf að geyma pruf­ur og dót. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Svartur marmari fer vel við brúnbleika litinn.
Svart­ur marmari fer vel við brún­bleika lit­inn. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Hér er búið að mála loftið svart inni á gestasalerninu. …
Hér er búið að mála loftið svart inni á gesta­sal­ern­inu. Stóri speg­ill­inn bak við vaskinn set­ur svip á rýmið og líka langi hand­klæðaofn­inn. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda