Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku og fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lundúnum, skráði einbýlishús sitt og eiginkonu sinnar, Þórdísar Edwald, á hana stuttu áður en félag hans, Ármann Þorvaldsson ehf., var tekið til gjaldþrotaskipta. Hjónin gerðu kaupmála.
Um er að ræða fasteignina við Dyngjuveg 2. Breytingu á eignarhaldi hússins var þinglýst 18. apríl 2011 eða skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta.
Greint var frá því í Lögbirtingablaðinu að kröfur í búið hafi verið um 5,7 milljarðar króna.
Húsið við Dyngjuveg 2 í 104 Reykjavík er glæsilegt eins og sést á þessum myndum. Það er 594 fm að stærð og byggt árið 1950 en eftir að hjónin Ármann og Þórdís festu kaup á húsinu var því breytt mikið. Fyrirhugað fasteignamat hússins fyrir 2019 eru 160.050.000 kr.
Ármann er með lögheimili í húsinu ásamt eiginkonu sinni og tryggir hjá VÍS.