Skemmtikrafturinn Björn Bragi Arnarsson hefur komið sér vel fyrir í glæsiíbúð í Skuggahverfinu í Reykjavík. Íbúðin er afar smekklega innréttuð með mjúkum litum og fallegum húsgögnum. Allir litir íbúðarinnar tóna vel saman og er ekkert sem stingur í stúf.
Stofa og eldhús eru í sama rými en þó ekki alveg hvort ofan í öðru. Í stofunni er fallegur ljós sófi, falleg málverk og hvít stofuborð frá Hay setja svip sinn á stofuna. Í eldhúsinu er ljós viðarinnrétting með góðu skápaplássi.
Íbúðin er 91,4 fm að stærð og stendur í húsi sem byggt var 2016. Í íbúðinni eru ansi lekkerar þaksvalir með geggjuðu útsýni.