Rut Káradóttir hannaði heimili Fjólu

Fjóla Ósland Hermannsdóttir.
Fjóla Ósland Hermannsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjóla Ósland Hermannsdóttir, sjálfstætt starfandi hönnuður, býr vel í 110 Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Þórði Guðmundssyni, dóttur þeirra Júlíu og hundinum Gretti. Húsið er ákaflega vandað og fallegt en allar innréttingar eru teiknaðar af Rut Káradóttur innanhússarkitekt. 

Fjóla útskrifaðist úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Sama ár stofnaði hún hönnunarstúdíóið OSLAND og hefur síðan þá fengist við allskonar hönnun. Hún hefur hannað munstur, fatnað og skartgripi svo eitthvað sé nefnt.

„Ég hef verið að mála myndir í gegnum tíðina og eftir nokkurt hlé kom ég með „Landscape“-seríuna mína, sem eru abstrakt, hringlaga myndir málaðar á tré. Einnig er hægt að fá plaggöt með myndlistinni minni,“ segir Fjóla.

Í desember vann hún myndskreytikeppni Krumma en Krumminn eftir hönnuðinn Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur varð 10 ára á síðasta ári. Fjóla myndskreytti hann og var hann framleiddur í takmörkuðu upplagi sem er löngu uppselt.

„Það allra nýjasta hjá mér er svo ný lína af kertastjökum úr endurunnu járni en þar held ég áfram með hringlaga formið úr myndlistinni minni,“ segir hún en myndirnar eru til sölu í Magnolia á Skólavörðustíg og í HAF store við Geirsgötu.

Þegar Fjóla er spurð út í heimili sitt segist hún hafa fallið fyrir húsinu vegna staðsetningarinnar en það er við Elliðavatn í 110 Reykjavík en fjölskyldan hefur búið í húsinu síðan 2014.

„Húsið er opið og bjart með undurfögru útsýni yfir Elliðavatn. Í húsinu er gott pláss fyrir alla fjölskylduna,“ segir hún.

Það var margt sem heillaði Fjólu við húsið. Fyrst ber að nefna arkitektúr hússins og allir stóru gluggarnir á húsinu sem hleypa birtunni inn. Auk þess er mikil lofthæð í húsinu og stórkostlegt útsýni.

„Okkur fannst staðsetningin góð en úr húsinu er stutt í frábærar gönguleiðir.“

Hjónin fengu Rut Káradóttur, sem er einn þekktasti innanhússarkitekt nútímans, til þess að hanna allar innréttingar í húsið. Innréttingarnar voru svo sérsmíðaðar hjá Smíðaþjónustunni.

Þegar Fjóla er spurð að því hvernig hún vilji hafa í kringum sig segist hún sækjast eftir hlýleika.

„Ég vil hafa heimilið opið og bjart með hlýjum náttúrulegum litatónum. Ég vil hafa þægileg húsgögn og mér finnst skipta máli að blanda saman gömlu og nýju. Blóm prýða hvert heimili og svo vil ég hafa myndlist á veggjunum.“

Hefur þú flutt oft á lífsleiðinni?

„Já, ég myndi segja það. Ég bjó alls 8 ár erlendis, í Danmörku og Þýskalandi, og hef búið í allskyns húsnæði. En ég er virkilega komin heim þar sem ég bý í dag.“

Hvaðan koma húsgögnin?

„Húsgögnin eru samansafn héðan og þaðan. Klassísk hönnun í bland við annað.“

Hvar á heimilinu líður þér best?

„Mér líður best í sófanum í stofunni með góðan kaffibolla og hundinn Gretti kúrandi mér við hlið.“

Hvernig heimilistýpa ert þú? Ertu alltaf að breyta og bæta eða gerir þú hlutina einu sinni og lætur þar við sitja?

„Mér finnst mikilvægt að hafa góðan heilsteyptan grunn á heimilinu. Ég nærist á því að hafa fallegt í kringum mig og mér finnst mjög skemmtilegt að raða hlutum upp á nýtt hjá mér. Þannig öðlast hlutirnir nýtt líf. Gaman er að skipta út púðum og öðrum textíl. Ég tek líka til hliðar og geymi. Það er ótrúlegt hvað hægt er að breyta heimilinu bara með því að raða sömu hlutunum upp á nýtt.“

Hvað drífur þig áfram?

„Samverustundir með fjölskyldunni. Lifa lífinu lifandi.“

Rut Káradóttir hannaði innréttingar hússins.
Rut Káradóttir hannaði innréttingar hússins. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hér sést hvað það er fallegt að láta skápana ná …
Hér sést hvað það er fallegt að láta skápana ná upp í loft. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Verkin hennar Fjólu njóta sín vel innan um þekkta hönnun.
Verkin hennar Fjólu njóta sín vel innan um þekkta hönnun. mbl.is/Kristinn Magnússon
Listaverkin fá að njóta sín.
Listaverkin fá að njóta sín. mbl.is/Kristinn Magnússon
Fjóla skreytti Krumma Ingibjargar Hönnu ein hann hangir í glugganum. …
Fjóla skreytti Krumma Ingibjargar Hönnu ein hann hangir í glugganum. Þessi útgáfa af Krumma kom í takmörkuðu upplagi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Krumminn skreyttur af Fjólu.
Krumminn skreyttur af Fjólu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Gráir tónar fara vel við litrík listaverk.
Gráir tónar fara vel við litrík listaverk. mbl.is/Kristinn Magnússon
Falleg listaverk eru áberandi á heimilinu.
Falleg listaverk eru áberandi á heimilinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda