Kim Kardashian hleypti upptökumanni frá Vogue heim til sín og svaraði nokkrum spruningum. Heimili hennar er ekki síður áhugavert en svör hennar. Sumir vilja meina að þeir séu með stílhreinan smekk en eiga þó líklega ekkert í stíl Kardashian West-hjónanna.
Húsið er nánast eins og listasafn. Stórt, hvítt og hátt til lofts. Ólíkt venjulegum listasöfnum eru nánast bara húsgögn og listaverk í hvítum og gráum tónum. Hjónin klæðast meira að segja fötum í sömu litapallettu. Í húsinu er líka að finna hvítan flygil.
Hér fyrir neðan má sjá myndir úr heimsókn Vogue eða hreinlega horfa á heimsóknina í heild sinni.