Dásamar Norðlingaholtið í bresku blaði

Ólafur Darri Ólafsson. Það er stutt í rauðhóla frá heimili …
Ólafur Darri Ólafsson. Það er stutt í rauðhóla frá heimili Ólafs Darra. mbl.is/Ásdís

Íslenski leikarinn Ólafur Darri Ólafsson er spurður spjörunum úr um heimilislífið í breska blaðinu The Sunday Times um helgina í tengslum við að Ófærð 2. Ólafur Darri býr í Norðlingaholti ásamt konu sinni og börnum og fer fögrum orðum um náttúruna og skólana í viðtalinu. 

„Við fluttum þangað fyrir um 12 árum þegar tengdaforeldrar mínir leigðu okkur íbúðina sína,“ segir Ólafur Darri sem segir að þau hafi seinna stækkað við sig. Það besta við hverfið segir hann meðal annars vera nálægðina við náttúruna og það taki hann bara fimm mínútur að komast út í buskann. Stutt sé í fallegt vatn, Rauðhóla og Heiðmörk. 

Ólafur Darri lýsir heimilisstílnum sem skandínavískum. Hreinar línur og einfaldleiki einkenna heimilið þó hann voni að það sé notalegt. Listaverk eftir vini skipa stóran sess á heimilinu og segir Ólafur Darri listina mikilvæga ekki bara fegurðarinnar vegna heldur vegna þess hvað verkin þýða fyrir eigandann.

Nefnir hann meðal annars skúlptúr sem hann á eftir Höllu Gunnarsdóttur, dökkleitt skilnaðarmálverk eftir dansarann Peter Anderson og listaverk eftir rithöfundinn Guðmund Óskarsson. Er uppáhaldsstaðurinn hans á heimilinu einmitt grár sófi undir skilnaðarmyndinni. Við sófann eru stórir gluggar og segir hann gott að sitja þar og lesa. 

Ólafur Darri og Ilmur Kristjánsdóttir í hlutverkum sínum í Ófærð …
Ólafur Darri og Ilmur Kristjánsdóttir í hlutverkum sínum í Ófærð 2. ljósmynd/Lilja Jóns
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda