Þóra Ólafs selur 150 milljóna hestabúgarð

Þóra Ólafsdóttir, listförðunarfræðingur og hestakona.
Þóra Ólafsdóttir, listförðunarfræðingur og hestakona. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hestakonan og listförðunarfræðingurinn Þóra Ólafsdóttir hefur sett hestabúgarð sinn við Elliðaárvatn á sölu. Um er að ræða ævintýraparadís í jaðri Reykjavíkur sem hefur að geyma 145 fm einbýlishús, 144 fm hesthús og 43 fm geymslu. Lóðin er samkvæmt Þjóðskrá 4.800 m2.

Heimili Þóru er sjarmerandi eins og sést á myndunum. Spænskur stíll ræður ríkjum á heimilinu en veggirnir í húsinu eru listaverk út af fyrir sig. Þeir eru sparslaðir af sjálfum Baltasar Samper listmálara og sandblásin innréttingin í eldhúsinu er eftir konu hans, Kristjönu Samper.

Íslenskt grjót er á gólfunum og á baðherberginu er frístandandi baðkar með ljónslöppum. Eins og sjá má er þetta ævintýrahús án hliðstæðu. 

Af fasteignavef mbl.is: Fornahvarf 10

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda