Hvernig vilja Íslendingar hafa inni hjá sér?

Íslendingar eru mjög góðir í að gera fallegt í kringum sig hvort sem um fagaðila eða einstaklinga er að ræða. Í Heimili og hönnun, sem fylgir Morgunblaðinu í dag, má sjá nokkur súperlekker heimili. 

Hanna Stína blandar saman litríku flaueli með mismunandi áferð.
Hanna Stína blandar saman litríku flaueli með mismunandi áferð. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Hanna Stína innanhússarkitekt segir að það sé miklu skemmtilegra að fá frjálsar hendur þegar hún hannar fyrir fólk. Í viðtali sýnir hún heimili sem hún hannaði fyrir fjölskyldu þar sem litir, flauel og veggfóður fengu að njóta sín.

Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnardóttir hönnuðu þetta fallega baðherbergi.
Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnardóttir hönnuðu þetta fallega baðherbergi. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnardóttir innanhússarkitektar endurhönnuðu um 120 ára gamalt hús í Hafnarfirði og gættu þess vel að halda í upprunann á nútímalegan hátt. Í blaðinu má sjá heimilið í heild sinni. 

Sæja hannaði einbýlishús á Selfossi þar sem kontrastar ráða ríkjum.
Sæja hannaði einbýlishús á Selfossi þar sem kontrastar ráða ríkjum. Ljósmynd/Guðfinna Magg

Sæbjörg Guðjónsdóttir, eða Sæja eins og hún er kölluð, hannaði einbýlishús á Selfossi en húsið var á byggingarstigi þegar hún fékk verkefnið. Dökkar innréttingar og vönduð húsgögn mætast á fallegan hátt án þess að heimilið sé goslaust. 

Halla Bára heimsótti Gucci home í Mílanó og segir frá …
Halla Bára heimsótti Gucci home í Mílanó og segir frá þeirri upplifun í blaðinu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Ítalska tískumerkið Gucci nýtur mikilla vinsælda í fatnaði en nú hefur listrænn stjórnandi þess ákveðið að gera eitthvað allt annað og hefur Gucci home fengið mikla upplyftingu. Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður segir frá upplifun sinn af Gucci home í Mílanó á Ítalíu. 

Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt.
Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt opnar heimili sitt en hún teiknaði húsið sjálf og allar innréttingar inn í það. 

HÉR er hægt að lesa blaðið í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda