Glamúrinn í skipstjórahúsi frá 1935

Borðstofan er einstök. Borðið er sérsmíðað hjá Agústav og hægt …
Borðstofan er einstök. Borðið er sérsmíðað hjá Agústav og hægt er að breyta lagi þess á marga vegu. Stólarnir voru sérsmíðaðir hjá Alter London og ljósið er Flamant og kemur úr Heimili og hugmyndir. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Inn­an­húss­arki­tekt­inn Hanna Stína fékk það verk­efni að end­ur­hanna skip­stjóra­hús sem byggt var 1935. Eig­end­ur húss­ins fengu hana til að búa þeim fal­lega um­gjörð og sá inn­an­húss­arki­tekt­inn um allt frá hönn­un inn­rétt­inga upp í að láta sér­smíða hús­gögn fyr­ir fjöl­skyld­una. 

Hanna Stína lærði innahússarkítektúr á Ítalíu og útskrifaðist 2002.
Hanna Stína lærði inna­húss­arkí­tekt­úr á Ítal­íu og út­skrifaðist 2002.
Hanna Stína lærði inn­an­húss­arki­tekt­úr á Ítal­íu og út­skrifaðist frá ISAD í Mílanó 2002. Síðan þá hef­ur hún fegrað heim­ili lands­manna með smekk­vísi sinni. Hún er þekkt fyr­ir að ganga alltaf aðeins lengra með hönn­un sinni og er óhrædd við að nota liti og svo elsk­ar hún ef hún get­ur keyrt glamúr­inn ör­lítið upp.

„Húsið var mjög fal­legt þegar ég fékk það verk­efni að end­ur­hanna það en það vantaði alla liti og alla kontr­asta. Eig­end­ur húss­ins vildu litagleði, hlý­leika og glæsi­leika fyr­ir ára ásamt því að fjölga baðher­bergj­um og í sam­ein­ingu varð til þetta fal­lega heim­ili,“ seg­ir Hanna Stína.

Í grunn­inn er húsið í þeim anda sem tíðkaðist hér­lend­is í kring­um 1935. Upp­runa­leg gólf­borð voru pússuð upp og lökkuð og þess var gætt að gólfl­ist­ar, loftlist­ar og gluggalist­ar fengju að njóta sín og svo var allt tré­verk stíflakkað. Stofa og borðstofa eru máluð í hlýj­um, ljós­grá­um tón en litagleðin fær að njóta sín í hús­gögn­um í þess­um tveim­ur stof­um.

Í stof­unni er ljóstúrkís­l­itaður sófi úr hömruðuf­lau­eli. Í hon­um eru fullt af púðum sem passa vel við litap­all­ett­una í mál­verk­inu fyr­ir aft­an sóf­ann. Á móti sóf­an­um eru tveir gul­ir stól­ar úr smá­munstruðu flau­eli.

„Ég lét sér­smíða sóf­ann og stól­ana hjá Alter London en hring­laga borðið kem­ur frá Mód­ern og er frá Minotti sem er ít­alskt hús­gagna­merki. Mér fannst skipta máli að vera með hring­laga borð á móti þess­um straum­línu­löguðuhús­gögn­um og svo fannst mér verða að vera hring­laga lýs­ing fyr­ir ofan borðið,“ seg­ir Hanna Stína en ljósið fyr­ir ofan sófa­borðið er hannað af Tom Dixon og fæst í Lúmex. Glugga­tjöld­in í stof­unni eru sérsaumuð af Eddu Báru en efnið kem­ur frá Skermi.

Sófinn og stólarnir voru sérsmíðuð hjá Alter London. Borðið er …
Sóf­inn og stól­arn­ir voru sér­smíðuð hjá Alter London. Borðið er frá Minotti og kem­ur úr Mód­ern og ljósið er eft­ir Tom Dixon. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son

Þegar inn í borðstof­una er komið vekja borðstofu­borðin at­hygli.

Þau eru úr reyktri eik og eru ís­lensk hönn­un og smíði og kem­ur úr smiðju Agustav sem er ís­lenskt hönn­un­ar­fyr­ir­tæki sem býr til fal­lega hluti úr viði. Borðstofu­borðið er sniðug­lega hannað því hægt er að raða því upp á nokkra mis­mun­andi vegu. Hægt er til dæm­is að hafa það ílangt.

Það var upp­haf­leg hug­mynd hús­freyj­unn­ar sem vildi geta breytt upp­röðun eft­ir því hvernig hentaði hverju sinni og Hanna Stína tók svo hug­mynd­ina áfram með Agustav.

„Eig­and­inn vildi ís­lenskt hand­verk og þá var farið í að smíða það fyr­ir hann. Við borðið eru sér­smíðaðir stól­ar frá Alter London en ljósakrón­an sem hang­ir fyr­ir ofan borðstofu­borðið heit­ir Flam­ant og kem­ur frá Heim­ili og hug­mynd­um,“ seg­ir hún.

Hanna Stína veggfóðraði herbergið og bekkinn með fallegu veggfóðri og …
Hanna Stína vegg­fóðraði her­bergið og bekk­inn með fal­legu vegg­fóðri og lét sér­smíða gula flau­el­spullu ofan á bekk­inn. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son

Kó­sýhorn með stíl

Eitt skemmti­leg­asta hornið í hús­inu er svo­kallað af­slöpp­un­ar­horn.

„Í hús­inu er lít­ill skáli þar sem gengið er út í garð. Í stað þess að setja laus hús­gögn þarna ákvað ég að láta sér­smíða bekk með bólstruðum sess­um og vegg­fóðra svo allt frá gólfi til lofts. Vegg­fóðrið kem­ur frá Arte. Þetta horn er mjög vel heppnað því þarna er gott að sitja og birt­an er ein­stak­lega fal­leg. Ég er mjög ánægð með hvernig til tókst því þetta er ein­angrað rými og það er alls ekki stórt. Þetta horn bauð upp á tæki­færi til að gera eitt­hvað skemmti­legt og svo­lítið öðru­vísi. Svona bekk­ir nýt­ast svo vel og í raun miklu bet­ur en tveir stól­ar. Vegg­fóðrið held­ur utan um rýmið og ég veit að þetta horn er mikið notað á heim­il­inu,“ seg­ir Hanna Stína.

Gul­ir og blá­ir lit­ir fá að njóta sín í hús­inu. Gang­ur­inn er til dæm­is málaður blár og fá hvít­ir gólfl­ist­ar og loftlist­ar að njóta sín. Á gang­in­um er lounge-borð frá Alter London. Borðið er eins og skúlp­túr en fyr­ir ofan það er speg­ill frá Ref­lecti­on Copen­hagen sem var sér­p­antaður en Snúr­an sel­ur vör­ur frá fyr­ir­tæk­inu. Fyr­ir ofan má svo sjá ljós frá Tom Dixon.

Mikið sér­smíðað

Í hús­inu er mikið af sér­smíðuðum hús­gögn­um. Hanna Stína seg­ir að sér finn­ist skemmti­legt að láta sér­smíða hús­gögn fyr­ir fólk því þá sé minni hætta að þitt heim­ili sé ná­kvæm­lega eins og heim­ili ná­grann­ans.

„Mér fannst rosa­lega skemmti­legt þegar maður get­ur sér­smíðað hús­gögn sem eng­inn ann­ar er með. Og mér fannst gam­an að vinna með þessa liti og þessi vegg­fóður. Það er svo frá­bært þegar fólk þorir að vera öðru­vísi og treyst­ir manni. Eig­end­urn­ir lögðu lín­urn­ar en svo fékk ég frjáls­ar hend­ur. Það fannst mér sér­lega gam­an,“ seg­ir hún.

Gulu stólarnir og blái sófinn tóna vel við málverkið.
Gulu stól­arn­ir og blái sóf­inn tóna vel við mál­verkið. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Blái veggurinn passar vel við borðið sem kemur frá Alter …
Blái vegg­ur­inn pass­ar vel við borðið sem kem­ur frá Alter London og speg­il­inn sem kem­ur frá Ref­lecti­on Copen­hagen. Snúr­an sel­ur vör­ur frá þeim. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Mjúkir litir einkenna stofuna.
Mjúk­ir lit­ir ein­kenna stof­una. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Falleg húsgögn setja svip sinn á stofuna.
Fal­leg hús­gögn setja svip sinn á stof­una. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Blái sófinn kemur frá Alter London.
Blái sóf­inn kem­ur frá Alter London. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Baðherbergið er hannað í stíl við húsið. Speglarnir eru sérsmíðaðir …
Baðher­bergið er hannað í stíl við húsið. Spegl­arn­ir eru sér­smíðaðir í Gler­borg og svarti marmar­inn kem­ur vel út á móti hvít­um skáp­um. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Flísarnar á baðherberginu koma vel út. Þar mætast svartur og …
Flís­arn­ar á baðher­berg­inu koma vel út. Þar mæt­ast svart­ur og hvít­ur ásamt stíflökkuðu tré­verki Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda