Við Úthlíð 12 í Reykjavík stendur dásamleg 247 fm sérhæð. Húsið sjálft var byggt 1951 og má segja að lítið sem ekkert hafi breyst á heimilinu síðan þá. Þetta er því svolítið eins og að ganga inn í tímavél þar sem veggfóður, gólfteppi, hnausþykkir vegglistar og panilklæddir veggir mætast á heillandi hátt.
Fólk sem kann að meta horfinn tíma og líka þeir sem lifa í fortíðinni ættu að skoða þessa íbúð með opnum huga. Skipulagið á íbúðinni er líka gott og loftar vel á milli herbergja.
Eins og sést á þessum myndum er um einstaka eign að ræða.