Þegar landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, Guðmundur Þórður Guðmundsson, er ekki á stórmótum erlendis heldur hann til á fallegu heimili í Norðlingaholti í Reykjavík. Guðmundur býr í húsinu ásamt eiginkonu sinni Fjólu Ósland Hermannsdóttur hönnuði og dóttur þeirra.
Fjóla segir í viðtali sem birtist á Smartlandi í fyrra að fjölskyldan hafi heillast af staðsetningunni. „Húsið er opið og bjart með undurfögru útsýni yfir Elliðavatn. Í húsinu er gott pláss fyrir alla fjölskylduna,“ segir hún.
Innréttingar í húsinu eru sérstaklega fallegar en hjónin fengu Rut Káradóttur, sem er einn þekktasti innanhússarkitekt Íslendinga, til þess að hanna allar innréttingar í húsið. Einnig má sjá handverk Fjólu víða í húsinu.
Lestu viðtalið við Fjólu og skoðaðu allar myndirnar í viðtalinu hér fyrir neðan.