Jennifer Aniston óhrædd við að sýna húsið

Jennifer Aniston býr í glæsilegu húsi.
Jennifer Aniston býr í glæsilegu húsi. AFP

Það fór ekki fram hjá sönn­um Friends-aðdá­end­um þegar Jenni­fer Anist­on byrjaði á In­sta­gram í fyrra. Anist­on er dug­leg að gefa af sér og hafa aðdá­end­ur henn­ar fengið að skyggn­ast inn á heim­ili leik­kon­unn­ar í Los Ang­eles á sam­fé­lags­miðlin­um.  

Á dög­un­um birti Anist­on mynd af her­bergi með fal­legu marm­arabaðkari. Ein­falt er að opna út í garð svo að baðkarið virðist einna helst vera úti í garði. Hún hef­ur einnig birt mynd­ir af risa­stóru fata­her­bergi sem og fal­legri ver­önd sinni. 

Hver væri ekki til í að eiga þetta baðkar?
Hver væri ekki til í að eiga þetta baðkar? skjá­skot/​In­sta­gram
Fataherbergi Aniston er af stærri gerðinni.
Fata­her­bergi Anist­on er af stærri gerðinni. skjá­skot/​In­sta­gram

Hús Anist­on var myndað fyr­ir hönn­un­ar­tíma­ritið Architectural Digest rétt áður en Anist­on og leik­ar­inn Just­in Theroux til­kynntu um skilnað sinn. Anist­on býr þó enn í drauma­hús­inu en hún lagði mikið upp úr því að skapa réttu stemm­ing­una þegar húsið var hannað að inn­an.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda