Svona búa Harry og Meghan í Kanada

Húsið er eins og höll.
Húsið er eins og höll. AFP

Harry og Meghan hafa haldið til í Kanada síðan fyrir áramót í lúxusvillu sem þau eru með tímabundið í láni frá ónafngreindum aðila. Þau munu láta formlega af störfum sínum fyrir bresku krúnuna 31. mars. Eins og sjá má af myndum AFP af húsinu og svæðinu í kring ætti ekki að væsa um þriggja manna fjölskylduna í Kanada. 

Húsið er staðsett í Norður-Saanich á suðurhluta Vancouver-eyju. Eins og nafnið gefur til kynna er eyjan nálægt borginni Vancouver. Húsið sem Harry og Meghan hafa dvalið í er í hverfi sem heitir Deep Cove. Mikil náttúrufegurð umlykur húsið og hafa nágrannar þeirra tekið eftir hjónunum í göngutúrum og á matarmarkaði. 

Umhverfið er skógi vaxið og sést ekki inn um hliðið að húsinu. Frá sjónum sést hins vegar húsið vel en útsýni er yfir hafið og strönd í nágrenninu eins og sést á meðfylgjandi myndum. 

Harry og Meghan halda til í Kanada.
Harry og Meghan halda til í Kanada. AFP
Húsið sem Harry og Meghan fengu lánað er glæsilegt á …
Húsið sem Harry og Meghan fengu lánað er glæsilegt á að líta. AFP
Strönd er í næsta nágrenni.
Strönd er í næsta nágrenni. AFP
Ljósmyndari tók myndir af húsinu á báti.
Ljósmyndari tók myndir af húsinu á báti. AFP
Búið var að loka fyrir hliðið þannig að nágrannar sjá …
Búið var að loka fyrir hliðið þannig að nágrannar sjá ekki til. AFP
Umhverfið er afar fallegt.
Umhverfið er afar fallegt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda