Innanhússarkitektinn Hanna Stína hannaði þetta fallega heimili að innan fyrir sig og fólkið sitt en það stendur við Þrastarás í Hafnarfirði. Heimilið er einstakt á svo margan hátt. Á heimilinu raðar Hanna Stína saman mjúkum litum með hlýjum undirtóni, fallegum húsgögnum, ljósum, málverkum og speglum og er útkoman heillandi.
Húsið sjálft er var hannað af Gunnari Páli Kristinssyni arkitekt en 221 fm og byggt 2001. Á gólfunum er náttúrsteinn og parket og eru innréttingar í eldhúsi sprautulakkaðar með fallegum steini á borðplötunni. Hægt er að labba út í garð úr eldhúsinu en garðurinn snýr í suður.
Eldhús er stúkað af með glervegg úr Glerborg sem kemur vel út en á pallinum fyrir neðan borðstofuborðið er sjálf stofan. Hátt er til lofts í stofunni og vítt til veggja. Sérstakur sjónvarpsveggur er í stofunni og blandar Hanna Stína saman veggfóðri og speglaklæddum hillum til að búa til einstakt andrúmsloft.
Eins og sést á myndunum á hver hlutur sinn stað og eru öll sjónarhorn falleg.