Eva og Eldar selja íbúðina með leyniherberginu

Eva Einarsdóttir og Eldar Ástþórsson hafa ákveðið að stækka við …
Eva Einarsdóttir og Eldar Ástþórsson hafa ákveðið að stækka við sig og því er fallega heimili þeirra komið á sölu.

Eva Einarsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi og kynningarstjóri Rannís og Eldar Ástþórsson sem starfar við stafræna markaðssetningu hjá CCP hafa sett sína fallegu íbúð við Ránargötu á sölu. 

Íbúðin er 100.9 fm að stærð en þó er fermetrafjöldi meiri því íbúðin er að hluta til undir súð. Húsið sjálft var byggt 1979. 

Eins og sést á myndunum er mikil sál á heimilinu og hver hlutur á sínum stað. Þar er aragrúi af bókum og listaverkum og öllu raðað þannig upp að öllum líði vel á heimilinu. Íbúðin er á efstu hæð með fallegu útsýni og eru tvær svalir á íbúðinni. Með íbúðinni fylgir bílastæði bak við hús sem er mikill kostur í 101 Reykjavík. 

„Við höfum búið hér í áratug en við keyptum íbúðina 2010 og hefur liðið einstaklega vel á þessum stað, en fjölskyldan hefur stækkað og erum við komin með þrjú börn; Sögu, Huga og Vöku) og kominn tími á að stækka við okkur,“ segir Eldar.

Hann segir að það sé gott að búa á þessum stað því það er svo stutt í alla þjónustu sem hentar barnafólki vel. 

„Þegar færi gefst hoppum við stundum með fjölskylduna á The The Coocoo's en það tekur tíu mínútur að ganga þangað en sá staður er í miklu uppáhaldi hjá okkur, og brunch um helgar á Grandi Mathöll. Röltum ósjaldan niður í bæ en það tekur tíu mínútur að labba niður á Austurvöll í gegnum Grjótaþorpið og svo er höfnin í sex mínútna fjarlægð.“

Í íbúðinni er leyniherbergi sem er mjög vinsælt hjá börnunum. 

„Leyniherbergið hefur verið nýtt í ófáar gistiheimsóknir hjá eldri börnum okkar (Sögu og Huga) og í dag þrammar þarna um Vaka Evudóttir Eldarsdóttir með sína bangsa og hafurtask. Leikskólinn Drafnarsteinn er hinum megin við götuna, stutt í leikvelli, strætó og Vesturbæjarskóla,“ segir hann. 

Eva og Eldar eru miklir tónlistarunnendur með plötur og plötuspilara í stofunni. Eldar gerði það gott sem útvarpsmaður á X-inu og Rás 2 hér á árum áður – og ekki allir sem vita að hann er rödd Rás 2 í dag, lætur þig vita „að þú ert að hlusta á Rás 2.“ Hann stýrði Iceland Airwaves hátíðinni um nokkurra ára skeið á síðasta áratug. Eva hefur líka starfað við tónlist, m.a. við skipulag Músíktilrauna og hélt ásamt fleiru úti hinni vel heppnuðu tónleikaríu Blikktrommunni í Hörpu. 

Af fasteingavef mbl.is: Ránargata 42

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda