Innanhússhönnuðurinn Kelly Wearstler kennir leiðirnar til þess að gera heimilið draumi líkast.
Skjáskot/Instagram
Ef þig hefur alltaf dreymt um að eiga heimili sem endurspeglar persónuleika þinn. Þar sem lýsingin á heimilinu lætur gestina líta vel út og litir á veggjunum eru litir sem fara þér vel þá er eitt námskeið sem þú ættir að skoða í dag. Námskeiðið er í boði hjá MasterClass og er kennarinn enginn annar en hönnuður stjarnanna, Kelly Wearstler.
Á námskeiðinu er sýnt á einfaldan hátt hvernig hægt er að gera heimilið fallegt og í raun tekin í burtu öll dulúð sem fylgir því að búa til einstakt heimili.
Eftirfarandi atriði eru í anda Wearstler:
- Heimilið þitt endurspeglar hver þú ert.
- Dreifðu uppáhaldsflíkunum þínum á eitt svæði og finndu út hvaða litur er í uppáhaldi hjá þér.
- Liturinn sem þú elskar að klæðast er litur sem þér mun líða vel í.
- Settu öll efni sem þig langar að nota á einn stað og sjáðu hvernig þau fara saman. Steininn sem þú notar í borðplöntuna, efni úr sófanum, liturinn á veggina og þar fram eftir götunum.
- Ekki vera hræddur/hrædd við liti.
- Heimili án lita er eins og líf án ástar.
- Litir framkalla tilfinningar. Gulur gerir sem dæmi fólk hamingjusamt.
- Finndu leiðir til að stækka rýmin í húsinu þínu. Gler á kaffiborði og upphækkaðir hlutir stækka umhverfið.
- Vertu forvitinn/forvitin.
- Taktu áhættu. Því þannig býrðu til fallegt umhverfi.