Árelía Eydís kveður Ægisíðuna

Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Háskóla Íslands hyggst flytja af …
Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Háskóla Íslands hyggst flytja af Ægisíðu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Háskóla Íslands og pistlahöfundur á Smartlandi hefur sett sína huggulegu og litríku íbúð á sölu. Íbúðin er 131 fm að stærð og stendur í húsi sem byggt var 1954. 

Það er fantaflott útsýni út á Atlantshafið út um stofugluggann og borðstofugluggana. Heimilið er ekki eins og hvert annað heimili og er ríkt af persónulegum stíl. Borðstofan er til dæmis máluð dökkblá og er veggfóður á öðrum veggjum rýmisins og spilar þetta vel saman. 

Stofa og sjónvarpsrými eru saman og er það málað í hlýjum sveppalit. Öflug og vönduð leðurhúsgögn njóta sín vel og þá sérstaklega Chesterfield-sófi sem er undir glugganum. 

Í eldhúsinu er upprunaleg innrétting sem er appelsínugul að lit og setur mikinn svip á eldhúsið. 

Af fasteignavef mbl.is: Ægisíða 60

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda