Elín Edda sýnir töskulínu úr leðri júgra

Elín Edda Árnadóttir myndlistarmaður og búningahönnuður sýnir töskulínu sína í …
Elín Edda Árnadóttir myndlistarmaður og búningahönnuður sýnir töskulínu sína í Stúdíó, Grjótagötu 6. mbl.is/Kristinn Magnússon

Töskulína Elínar Eddu Árnadóttur myndlistarmanns, BÚKOLLA, er til sýnis á HönnunarMars. Um er að ræða töskulínu sem gerð er úr leðri júgra. 

„BÚKOLLA“ tók þátt í HönnunarMars 2015 og 2016 undir heitinu „Taktu hár úr hala mínum“ hjá Stúdíó Stafni að Ingólfsstræti 6 og síðan hjá Kraum í Fógetahúsinu við Aðalstræti. Á HönnunarMars 2020 má sjá þá þróunnarvinna sem átt hefur sér stað á hönnun úr leðri júgra, hvað varðar BÚKOLLU handtöskur.

Tilraunaverkefninu „BÚKOLLA“ var ýtt úr vör fyrir fimm árum í kjölfar aukinnar áherslu á græna, náttúrlega nálgun í tengslum við matvæli, vörur og framleiðslu. Hugmyndin fellur vel að þeirri nytjahreyfingu sem hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum. Hönnunin er einstök fyrir þær sakir að unnið er með hráefni sem hingað til hefur verið fargað. Til að þróa vöruna enn frekar er unnið að því að finna leiðir til að auka gæði í útfærslu vörunnar, með áherslu á íslenskt handverk. Grunntónninn er vistvæn framleiðsla þar sem sérhvert verk er einstakt.

HÉR er hægt að fá meiri upplýsingar. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda