Svona líta heitustu brúðkaupsskreytingarnar út

Svava Halldórsdóttir hjá Listrænni ráðgjöf vinnur við að gera skreyta …
Svava Halldórsdóttir hjá Listrænni ráðgjöf vinnur við að gera skreyta fyrir fólk og fyrirtæki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svava Halldórsdóttir er að eigin sögn algjör blómálfur sem elskar að gera fallegar skreytingar. 

„Ég er með listræna ráðgjöf, þar sem ég aðstoða fólk við að skreyta fallega í veislum sem dæmi. Ég er einnig að byggja upp leigu á vörum sem ég hanna og pabbi smíðar. Í leigunni er ég með kampstálshringi sem ég hef bæði á fæti og hangandi. Þeir koma allir með grænum gerviblómum sem ég vel vandlega en það er hægt að velja um nokkra mismunandi blómapakka til að bæta við á hringina eins og á allar þær vörur sem ég er með. Þá er hægt að gera vörurnar meira í stíl við þemað í brúðkaupinu – sem gerir hverja skreytingu einstaka.

Viðarhringirnir koma einnig með ljósum, sem skapar fallegt andrúmsloft. Þeir geta einnig verið hangandi og standandi á borði.

Blúnduhringirnir eru hugsaðir sem veggskraut, þeir eru t.d. fallegir margir saman fyrir aftan brúðhjónin í veislusalnum eða sem myndaveggur.“

Svava er með óteljandi hugmyndir í vöruþróun. Sem dæmi má nefna servíettuhringi, boga og fleira.

Hvað er í tísku þetta sumarið í brúðkaupum?

„Þurrkuð blóm eru mikið í tísku. Það er mikið um stórar og miklar skreytingar í öllum regnbogans litum. Mér finnst meira vera um liti núna, ekki bara grænt og hvítt. Fólk notar bláa, bleika og brúna tóna. Ég vinn mikið með þurrkuð blóm og hef verið að blanda þeim saman við fersk.“

Það getur verið fallegt að blanda blúndum og blómum saman …
Það getur verið fallegt að blanda blúndum og blómum saman í skreytingum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hvítur, grár og ljósbrúnn fara vel saman á borðinu.
Hvítur, grár og ljósbrúnn fara vel saman á borðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Svava er með óteljandi hugmyndir í vöruþróun. Sem dæmi má …
Svava er með óteljandi hugmyndir í vöruþróun. Sem dæmi má nefna servíettuhringi, boga og fleira. mbl.is/Kristinn Magnússon
Liturinn á veggnum fer vel saman við borðskrautið.
Liturinn á veggnum fer vel saman við borðskrautið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Pakkaborð með skreytingu.
Pakkaborð með skreytingu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda