Félag Steina í Kók selur eitt fínasta hús miðbæjarins

Þessi mynd var tekin af Þorsteini M. Jónssyni þegar hann …
Þessi mynd var tekin af Þorsteini M. Jónssyni þegar hann var forstjóri Vífilfells. Ljósmynd/Kristján Kristjánsson

Á eftirsóttum stað í Þingholtunum stendur glæsilegt hús. Húsið var byggt árið 1928 og telur 334 fermetra.

Skráður eigandi hússins er félagið M ehf. sem er í eigu Þorsteins M. Jónssonar sem oft er kenndur við Kók eða eftir að hann varð forstjóri Vífilfells. Seinna varð hann fjárfestir og þvældist um í íslensku viðskiptalífi þar sem hann kom við í Glitni, FL Group og á fleiri góðum stöðum ásamt vinum sínum. Í dag býr hann í Lúxemborg samkvæmt Þjóðskrá þótt hann ali nú mest manninn í Garðabænum. 

Húsið er einstaklega glæsilegt að innan. Það státar af fjölmörgum herbergjum og fjórum baðherbergjum. Þar er líka heilsulind og huggulegur garður. 

Á tímabili bjuggu helstu greifar viðskiptalífsins á þessum sama bletti við Laufásveg en Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrverandi eigandi Bónus bjó í húsinu við hliðina á ásamt Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur og Stefán Hilmar Hilmarsson sem lengi var fjármálastjóri Baugs bjó húsinu á móti ásamt Friðriku Hjördísi Geirsdóttur. Seinna keypti Skúli kenndur við Subway eitt af húsunum á móti Laufásvegi 73. 

Ef þú kannt að meta glæsilegar innréttingar, vel parketlögð gólf, fantaflott skipulag og mikil þægindi þá er þetta húsið fyrir þig!  

Af fasteignavef mbl.is: Laufásvegur 73

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda