Auðunn með múmínálfa-arin í stofunni

Auddi.
Auddi.

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur sett glæsiíbúð sína í Fossvogi á sölu. Um er að ræða 143,5 fm íbúð með góðu útsýni. Húsið sjálft var byggt 1983 en íbúðin sjálf hefur verið endurnýjuð mikið. 

Þar er til dæmis búið að skipta um eldhúsinnréttingu og státar hún af góðu skápaplássi. Hún er hvít sprautulökkuð og fer vel við blágráa veggina. Eldhúsið er opið inn í stofu en þó með veggstubb sem myndar skjól frá stofunni. 

Hátt er til lofts og vítt til veggja en úr eldhúsi er gengið nokkur þrep niður í stofu og borðstofu. Í stofunni er arinn sem er eins og klipptur út úr Múmínálfabókunum. Hann er rúnnaður og minnir á holninguna á múmínpabba. 

Af fasteignavef mbl.is: Ánaland 6

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda