Sigríður Beinteinsdóttir tónlistarmaður, eða Sigga Beinteins eins og hún er kölluð, hefur sett sitt glæsilega einbýlishús við Grundarsmára í Kópavogi á sölu. Húsið er 268 fm að stærð og var það byggt 1994. Húsið er hvítmálað að utan með viðarþakkanti og umhverfis húsið er einstakur garður.
Heimili Siggu, sem nýlega varð einhleyp, er smekklega innréttað. Búið er að endurnýja eldhúsið á efri hæðinni og er það opið inn í stofu. Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu og með eyju. Þar er pláss fyrir borðstofuborð og tengjast rýmin á heillandi hátt.
Í húsinu er aukaíbúð en árið 2013 var innréttingin í aukaíbúðinni tekin í gegn og fékk Smartland að fylgjast grannt með því. Innréttingin, sem var bleik á litinn, var filmuð með afar góðum árangri.