Einbýlishús Skúla Mogensen, við Hrólfsskálavör 2, var selt til Arion banka á dögunum og fékk bankinn húsið afhent 11. september síðastliðinn. Húsið er 609 fermetrar að stærð.
Arion banki keypti húsið á 550 milljónir en á húsinu voru áhvílandi 449 milljónir sem teknar höfðu verið að láni hjá bankanum 21. september 2018 eða á svipuðum tíma og hlutafjárútboð WOW air stór yfir. Skúli kom því út í um það bil 100 milljóna plús.
Upphaflega ætlaði Skúli að selja húsið sjálfur og var það á sölu hjá Eignamiðlun og í skúffum hjá fleiri fasteignasölum. Meginmarkmiðið var að fá hærra verð fyrir húsið. Smartland hefur heimildir fyrir því að hann hafi viljað fá miklu meira en 550 milljónir. Smartland hefur líka heimildir fyrir því að mikill áhugi sé á Hrólfsskálavör 2 og hafi fjölmargir aðilar skoðað húsið síðan það fór á sölu en enginn hafi viljað greiða meira en 450 milljónir fyrir það.