Hönnunarperla Högnu í Kópavogi til sölu

Húsið er byggt árið 1967 og hannað af Högnu Sigurðardóttur …
Húsið er byggt árið 1967 og hannað af Högnu Sigurðardóttur arkitekt. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun

Í suðurhlíðum Kópavogs er að finna einstaka hönnunarperlu hannaða af einum færasta arkitekt landsins, Högnu Sigurðardóttur. Innréttingar, lýsing, loftklæðningar og húsgögn að hluta til eru einnig hönnuð af Högnu. 

Húsið er á tveimur hæðum og gengið inn á efri hæð hússins. Hönnun Högnu nýtur sín gríðarlega vel innanhúss sem utan. Húsið rís eins og hluti af landslaginu í hliðinni en það er steypt úr sjónsteypu. Áhugi hennar á íslenskri náttúru endurspeglast innanhúss og flæðið í alrýminu hreint augnakonfekt. Það er hlýtt yfirbragð yfir húsinu og spilar þar fallegur panell í loftinu aðalhlutverk.

Hringstigi gengur í gegnum allt húsið upp á þaksvalir þaðan sem er fallegt útsýni. Á gólfum er eikarparket og norskur flögusteinn.

Húsið er skráð 241 fermetri en óskráð rými í því eru samtals 60 fermetrar svo um er að ræða 300 fermetra eign. Húsið var byggt árið 1967 og í því eru fjögur svefnherbergi, þrjár stofur og þrjú baðherbergi. Stórkostlegt útsýni er frá húsinu út á Reykjanes og upp í Bláfjöll.

Á pallinum er útisturta og heitur pottur.

Af fasteignavef mbl.is: Hrauntunga 23

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda