Seldist upp á fyrsta degi í netverslun Góða hirðisins

Ruth Einarsdóttir rekstrarstjóri Góða hirðisins.
Ruth Einarsdóttir rekstrarstjóri Góða hirðisins. Ljósmynd/Þráinn Kolbeinsson

Góði hirðirinn opnaði netverslun sína 7. október síðastliðinn og seldust vörurnar í versluninni næstum því upp. Ruth Einarsdóttir rekstrarstjóri segir að það hafi greinilega verið þörf á svona síðu. 

„Áhugi fólks á endurnýtingu er alltaf að aukast og þetta er bara staðfesting á því,“ segir Ruth í samtali við mbl.is.  „Við vinnum núna í því að auka þjónustustigið, setja inn meira af vörum og fjölga afhendingardögum,“ segir Ruth en nú eru afhendingardagar bara á laugardögum. 

Tæplega 500 vörur voru keyptar í netversluninni fyrstu tvo sólarhringana og rúmlega 21 þúsund manns heimsóttu vefinn fyrstu tvo dagana. Verslun Góða hirðisins í Fellsmúla 28 er opin samhliða versluninni á netinu en aðeins er hægt að hleypa 15 viðskiptavinum inn í einu. Frá og með mánudeginum verður afgreiðslutími verslunarinnar í Fellsmúla lengdur um tvo tíma á virkum dögum og verður þá frá klukkan 10 til 18.

Fá 6-8 tonn af vörum á dag

Ruth segir að netverslunin falli vel inn í það verklag sem er fyrir í Góða hirðinum. Þau taka á móti 6-8 tonnum af vörum á dag og þær eru flokkaðar inn í verslunina. Hver deild innan verslunarinnar sjái svo um að tína inn vörur sem fara í netverslunina. 

„Þetta er gríðarleg vinna því við fáum ekki 500 stykki af einni vöru heldur þurfum við að taka mynd af hverri og einni einustu vöru. Andrea Hálfdánardóttir, verkefnastjóri netverslunarinnar, sér um að taka myndir og setja inn á vefinn,“ segir Ruth. 

Helsta kostinn við að geta haldið úti netsölunni segir Ruth vera að þau geti haldið hringrásinni áfram, því þótt það sé heimsfaraldur haldi þau áfram að fá 6-8 tonn af vörum á dag. Ef þau gætu ekki selt eins mikið og þau gera nú myndu vörurnar safnast upp og þau jafnvel þurfa að farga hluta þeirra. 

Í fyrstu bylgju faraldursins þurfti að loka Góða hirðinum tímabundið. Þau tóku upp sölu á vörum í gegnum Facebook sem gekk vel. Þó að facebooksalan hafi gengið vel varð 19 milljóna króna tap. Ruth segir að þau sjái fram á að netverslunin muni minnka höggið töluvert í þessari þriðju bylgju.

Netverslun Góða hirðisins hefur fengið góðar viðtökur.
Netverslun Góða hirðisins hefur fengið góðar viðtökur. Ljósmynd/Þráinn Kolbeinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda