Elísabet og Daníel keyptu hús forsetahjónanna

Svona er Tjarnarstígur 11 en næsta vor verður húsið líklega …
Svona er Tjarnarstígur 11 en næsta vor verður húsið líklega komið með allt annan svip.

Við Tjarnarstíg 11 á Seltjarnarnesi stendur fallegt gult hús sem var í eigu Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands og Elizu Reid forsetafrúar. Nú er það komið í eigu Elísabetar Ölmu Svendsen og Daníels Bjarnasonar. Hún er hönnuður og hann tónlistarmaður. 

Guðni og Eliza festu kaup á húsinu 2015 en fluttu úr því þegar hann varð forseti Íslands og fjölskyldan flutti búferlum á Bessastaði. 

Lesendur þekkja handverk Elísabetar Ölmu og Daníels en áður bjuggu þau við Miðbraut 29 á Seltjarnarnesi. Þau gerðu húsið upp á smekklegan hátt en Elísabet Alma er hönnuðurinn í sambandinu. Eldhúsið skartar blárri innréttingu sem fer vel við fiskibeinamunstrið á parketinu og drápuhlíðargrjótið sem prýðir arininn. Það sem er heillandi við húsið er að það er ekki eins og hjá öllum hinum. Það eru aðrir litir, önnur form og ekki hægt að segja annað en það búi yfir ferskleika. 

Elísabet Alma og Daníel eru nú þegar byrjuð að taka til hendinni á Tjarnarstíg og er húsið akkúrat núna næsti bær við að vera fokhelt. Hægt er að fylgjast með framkvæmdunum í beinni á instagramsíðunni Lísa í framkvæmdalandi: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda