Félag Kalla í Pelsinum selur rándýra glæsiíbúð

Karl Steingrímsson og Ester Ólafsdóttir.
Karl Steingrímsson og Ester Ólafsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Félag Karls Steingrímssonar, sem er oft kallaður Kalli í Pelsinum, T18 ehf., hefur sett glæsilega penthouse-íbúð í 101 á sölu. Íbúðin er 326 fm að stærð og stendur í húsi sem byggt var 2008. Í sama húsi reka Kalli og eiginkona hans, Ester, verslunina Pelsinn en árið 2014 var mikið stuð í búðinni þegar FKA-konur fjölmenntu í hanastéli. 

Íbúðin er afar vönduð með fallegu útsýni yfir Reykjavík. Í íbúðinni eru til dæmis innréttingar frá Poliform sem er ítalskt gæðamerki. Flísar eru á gólfum og innihurðir úr viði. Mikið var lagt í íbúðina þegar hún var innréttuð á sínum tíma en fasteignamat íbúðarinnar er rúmlega 187 milljónir. 

Af fasteignavef mbl.is: Tryggvagata 18 a

mbl.is
Um er að ræða íbúðina á efstu hæð í húsinu.
Um er að ræða íbúðina á efstu hæð í húsinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál