Íslenskir arkitektar í LA hönnuðu verðlaunahús

Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson reka hönnunarfyrirtækið Minarc í Santa Monica í Kaliforníu. Þau eiga heiðurinn af hönnun þessa húss sem er í Feneyjahverfinu í Los Angeles. Húsið hlaut hönnunarverðlaunin Los Angeles Architecture Awards by Los Angeles Business Council og segja Erla Dögg og Tryggvi að það sé mikil viðurkenning. 

Erla Dögg segir að húsið standi á mjög lítilli lóð og því þurfti að nýta plássið vel. Þar er til dæmis ekki pláss fyrir garð og því var þaksvölum komið fyrir til þess að hægt væri að njóta útiveru í húsinu.

„Lóðin er mjög lítil og því áríðandi að húsið sé hannað með það í huga. Þar var ekki pláss fyrir garð og þess vegna bjuggum við til „roof deck“ sem kemur vel út. Á sömu hæð er eldhúsið svo það sé þægilegt að ná í það sem þarf. Við sóttum innblástur í íslenska náttúru og fegurð. Við vildum hafa björt opin rými svo sólin í Kaliforníu gæti fengið að flæða óhikað inn um rúðurnar og þar er hægt að labba út á pallinn og þannig náðum við að láta úti- og innisvæði flæða vel saman.“

Eldhúsið er á þriðju hæðinni eða nálægt útisvæðinu.

„Með því að hafa eldhúsið á þriðju hæðinni var hægt að njóta útsýnisins úr því. Eldhúsið er stílhreint og mjög skandinavískt en minnir líka svolítið á íslenska náttúru. Steinninn á veggnum og á eyjunni minnir svolítið á jökla Íslands,“ segir Erla Dögg.

Húsið hlaut hönnunarverðlaunin Los Angeles Architecture Awards frá Viðskiptaráði Los Angeles sem veitt hafa verið í 50 ár. Húsið hlaut verðlaunin fyrir fegurð, nýsköpun og tækni. Húsið er verðlaunað fyrir mnmMOD-byggingartæknina og segja þau að það sé mjög flott því það gefur tækninni meiri kynningu og virðingu.

Þegar þau eru spurð að því hverju þau hafi viljað ná fram með hönnun hússins, segjast þau hafa viljað koma með náttúruna inn í húsið.

„Við settum stóra glugga og vildum hafa rýmin björt en vildum líka hafa stórt útirými,“ segir Tryggvi.

Þið sækið mikið í íslenska náttúru í hönnuninni, er hún meira heillandi en sjórinn, sólin og sandurinn í Kaliforníu?

„Ég myndi frekar segja að það væri meira gefandi að tengja við íslenska náttúru. Við sækjum í íslenska náttúru því hún er svo persónuleg fyrir okkur. Þetta er heimili og við finnum vel fyrir því að við söknum íslensku náttúrunnar þegar við erum hér í Kaliforníu. Við ættum öll að sækja meira í íslenska náttúru,“ segir Erla Dögg.

Innréttingin í eldhúsinu er hvít en marmarinn á veggnum minnir á svart íslenskt hraun.

„Innréttingin í eldhúsinu kemur frá ítalska fyrirtækinu Poliform en var gerð eftir okkar hönnun. Hurðirnar eru sprautulakkaðar og svo er sylestona á borðplötunum og svartur marmari sem minnir á svart hraun,“ segir hann.

Tryggvi Þorsteinsson og Erla Dögg Ingjaldsdóttir.
Tryggvi Þorsteinsson og Erla Dögg Ingjaldsdóttir.
a María Jónasdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda