Elísabet Gunnarsdóttir, bloggari á Trendnet, og eiginmaður hennar, Gunnar Steinn Jónsson handboltastjarna, hafa sett á sölu fallega íbúð sína á Brávallagötu í gamla vesturbænum. Íbúðin er 109,2 fermetrar í fallegu steinhúsi sem byggt var árið 1938.
Elísabet er ein smartasta kona landsins og kemur það bersýnilega í ljós í íbúðinni. Í íbúðinni er aukin lofthæð, tvöföld stofa og fallegir loftlistar eins og algengt er á Norðurlöndunum þar sem þau Elísabet og Gunnar Steinn hafa einmitt búið á undanförnum árum.
„Þetta er fyrsta eign okkar fjölskyldunnar og því eru það blendnar tilfinningar að deila þessum fréttum með ykkur,“ skrifaði Elísabet í færslu á Trendnet.