Davíð keypti höll Skúla Mogensen

Húsið stendur við Hrólfsskálavör á Seltjarnarnesi og er 609 fm.
Húsið stendur við Hrólfsskálavör á Seltjarnarnesi og er 609 fm. mbl.is

Davíð Helgason hefur fest kaup á Hrólfsskálavör 2 sem áður var í eigu Skúla Mogensen. Húsið þykir eitt glæsilegasta hús landsins og stendur það á besta stað við sjóinn úti á Seltjarnarnesi. Húsið er 609 fm að stærð og var ekkert til sparað þegar það var byggt. 

Davíð er 43 ára og efnaðist á hugbúnaðargeiranum en hann er stofnandi fyrirtækisins Unity. Hann hefur búið mikið erlendis en átt látlaust húsnæði í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann hefur dvalið þegar hann er á landinu. Þess má geta að Davíð er bróðir Egils Helgasonar fjölmiðlamanns. 

Húsið hönnuðu Steve Christer og Mar­grét Harðardóttiur hjá Studio Granda og er fast­eigna­mat þess 261 millj­ón króna. Gríma Björg Thorarensen, unnusta Skúla, hannaði húsið að innan ásamt Selmu Ágústsdóttur innanhússhönnuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda