Ingvar E. og Edda selja íbúðina í Vesturbæ

Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir hafa sett íbúðina í …
Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir hafa sett íbúðina í vesturbæ á sölu.

Leikarahjónin Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir hafa sett heimili sitt í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Um er að ræða einstaklega fallega sérhæð og ris með sérinngangi og stórum garði. 

Heimili Ingvars og Eddu er einstaklega fallegt og þar má meðal annars finna öll verðlaunin sem þau hjónin hafa hlotið í gegn um árin.

Húsið stendur við Hofsvallagötu og er teiknað af Ágústi Pálssyni arkitekt árið 1949 en byggt árið 1951. Hæðin er 230,9 fermetrar og skiptist í forstofu, hol, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu og eldhús. Í risinu eru þrjú svefnherbergi til viðbótar, baðherbergi og stofa. Ásett verð er 135.000.000 kr.

Garðurinn er einstaklega mikil prýði en þar má meðal annars finna skemmtilegt tréhús.

Af fasteignavef mbl.is: Hofsvallagata 55

Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda