Tennisskáli Melaniu umdeildur

Fólk er misánægt með tennisskála Melaniu Trump.
Fólk er misánægt með tennisskála Melaniu Trump. AFP

Mel­ania Trump for­setafrú Banda­ríkj­anna svipti hul­unni af nýj­um tenn­is­skála á lóð Hvíta húss­ins í vik­unni. Verk­efnið hef­ur verið í gangi síðan árið 2018 en tíma­setn­ing­in þykir afar óheppi­leg og marg­ir net­verj­ar lýst yfir vanþókn­un sinni. 

Nýja húsið stend­ur við tenn­is­völl á lóð Hvíta húss­ins. Tenn­is­völl­ur­inn var einnig gerður upp ásamt garði á lóðinni. Hönn­un húss­ins og garðsins var inn­blás­in af Hvíta hús­inu og þá sér­stak­lega aust­ur- og vesturálm­um húss­ins. Sjálf seg­ist frú Trump vona að svæðið nýt­ist sem best fjöl­skyld­um sem munu dvelja í Hvíta hús­inu í framtíðinni. Trump-fjöl­skyld­an flyt­ur úr hús­inu eft­ir ára­mót. 

Hér má sjá svarthvíta mynd af nýja húsinu við tennisvöllinn.
Hér má sjá svart­hvíta mynd af nýja hús­inu við tenn­is­völl­inn. Ljós­mynd/​Hvíta húið

Þrátt fyr­ir að fram komi í yf­ir­lýs­ingu á vef Hvíta húss­ins að verk­efnið hafi verið lengi í bíg­erð og það sé fjár­magnað með fjár­fram­lög­um frá einkaaðilum eru ekki all­ir sátt­ir. Þykir það meðal ann­ars skjóta skökku við að hús við tenn­is­völl á lóð Hvíta húss­ins sé for­gangs­verk­efni á meðan fólk er að deyja í heims­far­aldri.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda