Guðdómlegt sumarhús við Þingvallavatn

Stórir gluggar ramma inn fallegt útsýni í sumarhúsinu við Þingvallavatn.
Stórir gluggar ramma inn fallegt útsýni í sumarhúsinu við Þingvallavatn. Ljósmynd/Marinó Thorlacius

Sum­ar­hús við Þing­valla­vatn sem arki­tekt­arn­ir Kristján Eggerts­son og Kristján Örn Kjart­ans­son hjá arki­tekta­stof­unni KRADS hönnuðu prýðir forsíðu fyrsta tölu­blaðs Bo Bedre árið 2021. Arki­tekt­arn­ir hönnuðu húsið fyr­ir tón­list­ar­hjón­in Tinu Dic­kow og Helga Hrafn Jóns­son og lögðu mikla áherslu á að aðlaga húsið sem best lands­lag­inu.

Timb­ur­húsið stend­ur í þétt gró­inni brekku sem hall­ar niður í norðurátt að Þing­valla­vatni. Kristján Eggerts­son arki­tekt seg­ir ánægju­legt að sjá húsið í tíma­rit­inu en þrátt fyr­ir að vera til­tölu­lega nýtt hef­ur það vakið tölu­verða at­hygli í er­lend­um fjöl­miðlum.

Marinó Thorlacius tók myndina sem prýðir forsíðu Bo Bedre.
Marinó Thorlacius tók myndina sem prýðir forsíðu Bo Bedre. Ljósmynd/Marinó Thorlacius

„Það er virki­lega skemmti­legt og ákveðin viður­kenn­ing að fá svona at­hygli. Bygg­ing­in hafði áður birst í þýsku og dönsku sjón­varpi, eft­ir að tek­in voru viðtöl við eig­end­ur þess í hús­inu á meðan það var enn í bygg­ingu. Bo Bedre ákvað svo að gera stóra grein um húsið, Tinu og Helga en þau eru bæði þekkt tón­listar­fólk í Dan­mörku og víðar. Við viss­um hins veg­ar ekki fyrr en rétt áður en blaðið kom út að verk­efnið myndi enda á forsíðunni. Marinó Thorlacius ljós­mynd­ari, sem myndaði húsið, náði líka að fanga í forsíðumynd­inni ákaf­lega fal­lega stemn­ingu og grunnþemað í hönn­un bygg­ing­ar­inn­ar, sem er hvernig húsið teng­ist lands­lag­inu.“

Efniviður sem ekki fékkst á Íslandi kemur meðal annars frá …
Efniviður sem ekki fékkst á Íslandi kemur meðal annars frá Danmörku þar sem eigendurnir eru með annan fótinn sem og arkitektar hússins. Ljósmynd/Marinó Thorlacius

Kristján Eggerts­son seg­ir að hönn­un­ar­ferlið hafi verið al­gjört drauma­verk­efni.

„Sem lista­menn sýndu Tina og Helgi ein­stak­an skiln­ing á öllu sköp­un­ar­ferl­inu og ólík­um þátt­um þess. Þetta er líka í eina skiptið sem verk­kaupi hef­ur mætt á fyrsta fund með heima­gert pappa­mód­el! Mód­elið var langt frá því að líkj­ast hús­inu sem stend­ur í dag, en það út­skýrði vel ósk­ir og drauma þeirra og þannig góður grunn­ur fyr­ir okk­ur að hefja vinn­una á.

Þess utan var hönn­un­ar­ferlið sér­stakt að mörgu leyti enda er ekki á hverj­um degi sem maður fær tæki­færi til að hanna hús á svona fal­leg­um stað, og fyr­ir góða vini sína. Allt ferlið ein­kennd­ist af inn­blásn­um skoðana­skipt­um og gagn­kvæmu trausti. Við vor­um líka það lán­sam­ir að í ferl­inu þurft­um við aldrei að flýta okk­ur um of, öll­um ákvörðunum var gef­in sá tími sem þær þurftu til að lenda rétt. Allt frá því að velja ná­kvæma staðsetn­ingu bygg­ing­ar­inn­ar í hlíðinni að því að velja, í sam­vinnu við Tinu og Helga, hvaða áklæði á inn­byggðan sófa félli best að gróðrin­um fyr­ir utan glugg­ana.“

Kristján Eggerts­son og Kristján Örn Kjart­ans­son stofnuðu arkitektastofuna KRADS.
Kristján Eggerts­son og Kristján Örn Kjart­ans­son stofnuðu arkitektastofuna KRADS. Ljósmynd/KRADS
Grasþakið nýtist sem útisvæði.
Grasþakið nýtist sem útisvæði. Ljósmynd/Marinó Thorlacius


Nafn­arn­ir og stofn­end­ur KRADS þeir Kristján Eggerts­son og Kristján Örn Kjart­ans­son lærðu arki­tekt­úr í Dan­mörku og reka bæði stofu á Íslandi og í Kaup­manna­höfn. Það fer vel sam­an að reka stof­ur í lönd­un­um tveim­ur:

„Við erum bún­ir að vera með stof­una bæði í Dan­mörku og á Íslandi í 14 ár og það hef­ur á marg­an hátt reynst okk­ur vel. Við sækj­um oft inn­blást­ur í nor­ræn­ar bygg­ing­ar­hefðir og það víkk­ar sjón­deild­ar­hring okk­ar að vinna bæði á Íslandi og á meg­in­land­inu. Eins hafa verk­efn­in verið bæði spenn­andi og fjöl­breytt. Ný­legt verk­efni í Dan­mörku var til dæm­is að breyta stór­um steypt­um vatnstanki í al­menn­ings­garð og í sam­vinnu við danska lands­lags­arki­tekta tók­um við í sum­ar þátt í sam­keppni um hönn­un á út­sýn­ispalli á Súg­andis­ey, í Stykk­is­hólmi. Í vinn­unni við sum­ar­hús Tinu og Helga fór þetta sér­stak­lega vel sam­an, enda eru þau líka með ann­an fót­inn í Dan­mörku og mikið af þeim efnivið sem notaður er í hús­inu, en ekki var hægt að fá á Íslandi, kem­ur ein­mitt frá Dan­mörku.“

Náttúran er í aðalhlutverki.
Náttúran er í aðalhlutverki. Ljósmynd/Marinó Thorlacius

Virðing fyr­ir nátt­úr­unni og lands­lag­inu er meg­inþema í hönn­un húss­ins. Hér lýsa arki­tekt­arn­ir hönn­un sinni og hug­mynda­fræðinni á bak við húsið.

„Bygg­ing­in er mótuð af um­hverfi sínu á marga vegu. Timb­ur­húsið er reist á þrem­ur stein­steypt­um gólf­plöt­um sem liggja í mis­mun­andi hæðum og fylgja land­halla lóðar­inn­ar. Torflagðir þak­flet­ir halla í tvær átt­ir, með og á móti halla lands­ins, og renna sam­an við brekk­una til suðurs. Staðsetn­ing bygg­ing­ar­inn­ar var vand­lega val­in til að fella hana sem best að um­hverfi sínu, raska sem minnst þétt­vöxn­um trjá­gróðri og ramma inn ákveðin sjón­ar­horn að lands­lagi. Norður­hlið bygg­ing­ar­inn­ar lyft­ir sér var­lega yfir landið og lág­vaxn­ari trjá­gróður brekk­unn­ar til að ramma inn út­sýni úr al­rými yfir Þing­valla­vatn, í átt að Skjald­breiði. Opn­un úr al­rými út á skjólgóða suðvest­ur ver­önd ramm­ar inn Jórukleif og Há­tind í suðvestri um leið og hún opn­ar fyr­ir út­sýni frá palli að Þing­valla­vatni, í gegn­um bygg­ing­una. Glugg­ar á vest­ur­hlið, við sófa­horn hjá barna­her­bergj­um ann­ars veg­ar og við stofu­borð al­rým­is hins veg­ar, ramma inn Litla-Sand­fell.

Útgengt er á þakið frá leik- og svefnlofti.
Útgengt er á þakið frá leik- og svefnlofti. Ljósmynd/Marinó Thorlacius
Útsýnið er einstakt.
Útsýnið er einstakt. Ljósmynd/Marinó Thorlacius

Burt­séð frá ver­önd­inni er næsta um­hverfi bygg­ing­ar­inn­ar svo þétt gróið að það er nán­ast ekki mann­gengt. Að varðveita landið og gróður­inn var ein af megin­á­hersl­un­um í hönn­un bygg­ing­ar­inn­ar. Grasi vaxn­ir þak­flet­ir bygg­ing­ar­inn­ar eru hins veg­ar hugsaðir sem úti­svæði, aðgengi­legt frá svefn- og leiklofti og frá suður­hlið bygg­ing­ar­inn­ar þar sem þak­flöt­ur báta­skýl­is renn­ur sam­an við hlíðina. Frá þak­flöt­um fæst panóra­mískt út­sýni yfir Þing­valla­vatn og að fjalla­hringn­um sem um­lyk­ur Þing­valla­sveit­ina.“

Frekari upplýsingar um bygginguna og stofuna má finna á heimasíðu KRADS. 

Torflagðir þak­flet­ir halla í tvær átt­ir.
Torflagðir þak­flet­ir halla í tvær átt­ir. Ljósmynd/Marinó Thorlacius
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda