Gunnar í Greifunum keypti paradís Bubba og Hrafnhildar

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir og Bubbi Mortens munu flytja úr Kjósinni næsta …
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir og Bubbi Mortens munu flytja úr Kjósinni næsta sumar. mbl.is/Golli

Gunnar Hrafn Gunnarsson sem er í hljómsveitinni Greifunum hefur fest kaup á einbýlishúsi Bubba Morthens og Hrafnhildar Hafsteinsdóttur í Kjósinni. Gunnar Hrafn og eiginkona hans, Guðrún Árnadóttir, festu kaup á húsinu á seinni hluta síðasta árs. 

Einbýlishúsið er einstakt en Smartland fjallaði um það á sínum tíma þegar húsið fór á sölu. 

Húsið stendur við Meðalfellsvatn og er á einni hæð með einstöku útsýni yfir vatnið. Það er 231 fm að stærð og teiknað af Alark arkitektastofunni. Húsið var byggt 2006 og eru all­ar inn­rétt­ing­ar frá Axis.

Hljómsveitin Greifarnir var mjög vinsæl en Gunnar Hrafn var trommari …
Hljómsveitin Greifarnir var mjög vinsæl en Gunnar Hrafn var trommari hljómsveitarinnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda