Gunnar Hrafn Gunnarsson sem er í hljómsveitinni Greifunum hefur fest kaup á einbýlishúsi Bubba Morthens og Hrafnhildar Hafsteinsdóttur í Kjósinni. Gunnar Hrafn og eiginkona hans, Guðrún Árnadóttir, festu kaup á húsinu á seinni hluta síðasta árs.
Einbýlishúsið er einstakt en Smartland fjallaði um það á sínum tíma þegar húsið fór á sölu.
Húsið stendur við Meðalfellsvatn og er á einni hæð með einstöku útsýni yfir vatnið. Það er 231 fm að stærð og teiknað af Alark arkitektastofunni. Húsið var byggt 2006 og eru allar innréttingar frá Axis.