Dean Allan Deblois sem er þekktur leikstjóri á heimsvísu hefur fest kaup á húsi í Reykjavík. Húsið er ekkert venjulegt hús því það var áður í eigu Jóns í SigurRós. Smartland fjallaði um húsið þegar það fór á sölu.
Um er að ræða 129,8 fm hús sem byggt var 1905 og eins og myndirnar sýna í hlekknum hér fyrir neðan er húsið engu líkt.
Deblois vann hjá Walt Disney Animation Studios og var meðal annars meðhöfundur Mulan-teiknimyndarinnar og leikstýrði Lilo & Stich árið 2002. Árið 2008 færði hann sig yfir til DreamWorks Animation þar sem hann leikstýrði þríleiknum How To Train Your Dragon. Deblois er mikill Íslandsvinur og leikstýrði heimildarmyndinni Heima sem fjallaði einmitt um hljómsveitina SigurRós.